Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 49
Ari Trausti Guðmundsson: Eldgos á Dyngjuhálsi á 18. öld MIKIL GOSVIRKNI Eldgosasaga Dyngjuháls, við norð- vesturjaðar Vatnajökuls (1. mynd) er næsta óljós. Allmargir ferðamenn hafa farið þar um (Gæsavatnaleið) og flest- ir undrast þá fjöld eldstöðva sem þar sést. Gossprungurnar skipta líklega fá- einum tugum. Þær eru á mjórri rein (sprungusveimi, sprunguþyrpingu) sem nær í átt að Bárðarbungu til SSV, en langleiðina yfir Dyngjufjöll til NNA. Eru sumar sprungnanna hluti af einni og sömu gígaröðinni sem hefur þá verið virk í einu gosi, rétt eins og sést jafnan í Kröflueldum (alls 7 eða 8 gígaraðir). Ekki er unnt að fullyrða hvort askj- an í megineldisstöð Bárðarbungu eða Hamarinn í vestanverðum jöklinum sé kvikuuppspretta Dyngjuhálsins að ein- hverju eða öllu leyti (sbr. kvikuhlaup í Kröflu undanfarin ár). Hitt er þó ljóst af nýlegum gosmenjum að veruleg eld- virkni hefur verið á Dyngjuhálsi und- anfarnar aldir eða árþúsund. í stefnu Dyngjuhálsreinarinnar get- ur að líta aðra sprungu- og eldstöðva- þyrpingu, hinum megin jökulsins: Veiðivatnakerfið, er nær suður að Tungnaá eða svo. FYRSTU DRÖG AÐ GOSSÖGU Nokkrir menn hafa orðið til að leggja orð í belg um gossögu Dyngju- háls. Ólafur Jónsson (1945) telur ung hraun á hálsinum merki um nýlega eldvirkni. Eina þekkta gosið, sem hann tengir Dyngjuhálsi, reyndist vera Tröllahraunsgosið 1862-‘64 vestan við Vatnajökul, þegar betur var að gáð (Sigurður Þórarinsson og Guð- mundur Sigvaldason 1972). Jón Benja- mínsson rannsakaði gjóskulag „a“ á árunum upp úr 1970, en það virðist koma við gossögu Dyngjuháls (Jón Benjamínsson 1975, 1982, Guðrún Larsen 1982). Rannsóknir Sigurðar Steinþórs- sonar (1977) á gjóskulögum í ískjarn- anum úr Bárðarbungu bættu nýjum dráttum í myndina. Hann bendir á að hlaupin í Jökulsá á Fjöllum árin 1665 til 1729 kunni að hafa stafað af eldgos- um í Dyngjujökli. Áður hafði Sigurð- ur Þórarinsson (1974) viðrað skyldar hugmyndir og rætt m. a. um gos í Dyngjujökli 1684—1685 og 1786. Hann taldi flest gos á áðurgreindu hlauptímabili hafa orðið í Kverkfjöll- urn. Og þegar allt kemur til alls telur Sigurður Steinþórsson hugsanleg Dyngjuhálsgos fremur hafa verið í Kverkfjöllum en á Dyngjuhálsi, eins og nafni hans gerir. FREKARI DRÆTTIR Sigurður Steinþórsson efnagreindi Bárðarbungusýnin í örgreini. Hann not- aði niðurstöðurnar til að merkja sýnin inn á línurit samkvæmt títan- og fos- fórinnihaldi. Með því móti gat hann greint að gjósku úr megineldstöðvum (t. d. Grímsvötnum) og úr því sem Náttúrufræðingurinn 56 (1), bls. 43—48, 1986 43

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.