Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 50
1. mynd: Norðvesturhluti Vatnajökuls og nágrenni. Tenntu línurnar afmarka öskjur
megineldstöðva. Trölladyngja er stór hraundyngja frá nútíma, en Kistufell er móbergs-
stapi. Hamarinn er líklega megineldstöð með öskju. Veiðivatnagoskerfið nær inn undir
jökulinn, en eldstöðvar á Dyngjuhálsi ná alveg að jökuljaðri NA við Bárðarbungu. Mest
er um eldstöðvar á deplóttu svæðunum. Yfirlit yfir gossprungur norðan jökuls er t. d. að
finna í grein Guðrúnar Larsen (1982), bls. 59; unnið úr ýmsum heimildum. — The NW-
part ofVatnajökull with several central volcanoes. The dotted areas are the Dyngjuháls and
Veidivötn volcanic systems. The systems are probably connected, forming one very long
system.
hann nefnir „minniháttar sprungugos“
(ólivín-þóleiít) (Sigurður Steinþórsson
1977). Á árabilinu 1690-1730 féll
gjóska úr seinni flokknum á Bárðar-
bungu sem hér segir: 1697,1706, 1707,
1711/12, 1716, 1717 og 1720. A. m. k.
fimm gosanna eru óstaðsett (Sigurður
Steinþórsson 1977) eða talin vera úr
Kverkfjöllum.
Næsta skref tekur Guðrún Larsen. í
greininni „Gjóskutímatal Jökuldals“ í
ritinu „Eldur er í norðri" (1982) sýnir
hún fram á hvernig nota megi títan- og
járninnihald til að flokka gjósku til
eldstöðvakerfa. Á línuriti hennar (2.
mynd) lendir gjóska úr Veiðivatna- og
Dyngjuhálskerfunum saman á af-
mörkuðum bletti. Hann var fundinn
með því að merkja á sams konar línu-
rit niðurstööur úr efnagreiningum á
þekktum sýnum úr báðum kerfunum.
Ekki reynist unnt að gera greinarmun
á kerfunum með þessum örgreiningum
einum, enda kunna þau að vera eitt
kerfi.
Samkvæmt niðurstöðum Guðrúnar
ber gos 1717 öll merki þess að vera úr
Dyngjuhálsi/Veiðivötnum. Þar eð
hlaup í Jökulsá ber upp á sama ár, er
líklegt að eldurinn hafi komið upp á
44