Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 27
2. mynd. Hólmatindur á milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar séður frá Eskifirði. Fjallið er tæpir 1000 m á hæð og gert úr basalthraunlögum. Sjá má að opnur í berglögin eru hér sums staðar góðar en annars staðar slæmar. Á þessum slóðum byrjaði Walker rannsókn- ir sínar á Austfjörðum árið 1955. Holmatindur in Reydarfjordur Eastern Iceland, where Walker started his investigations in Iceland in 1955. The mountain is a succession of bas- altic lavaflows, nearly 1000 m high. (Ljósm. photo Páll Imsland). að alhliða rannsókn og kortlagningu hans. Einkum lagði hann sig eftir að mæla jarðlögin, átta sig á sérkennum þeirra og flokka þau saman í einingar, stórar og smáar. Hann notaði einstök lög og bergfræðilega samstæðar grúppur til þess að rekja sig langar leiðir eftir jafngömlum flötum í stafl- anum. Þannig rakti Walker í sundur þennan hraunlagastafla sem virtist vera afar einsleitur ásýndum (2. mynd). Hann fann í honum einingar og myndanir sem gáfu heildarmynd af gerð hans. Þetta kom fram í fyrstu eiginlegu greininni sem hann birti um jarðfræði Austfjarða (1959). Fyrstu skrif hans um jarðfræði Austfjarða voru lítið ágrip, sem út kom haustið 1955 í Fréttabréfi Jarðfræðafélagsins í London. Það varpar nokkru ljósi á það hvernig Austfjarðastaflinn leit út í augum hans eftir fyrstu kynnin og er því þetta ágrip birt hér til fróðleiks og skemmtunar. Ágripið heitir: „JARÐ- FRÆÐI ELDVIRKA SVÆÐISINS FRÁ TERTÍER VIÐ REYÐAR- FJÖRÐ, AUSTURLANDI" og er svona í þýðingu: „Sumarið 1954 heimsótti ég austurhluta íslands ásamt Hr. D.S.R. Thompson. Hin gífurlega þykkt tertíera hraunlagastaflans, sem hér finnst vakti sérstaklega athygli mína. Fleiri mílur hallar honum óslitið um 4-6° í VSV-læga stefnu. Síðan hef ég hafið 201

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.