Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 53
tekur Páll Imsland jarðfræðingur og býður stjórnin hann velkominn til starfa. Sala á veggspjöldum félagsins hefur ver- ið góð og var flóruspjaldið uppselt síðast- liðið vor. Þaö var endurprentað í 2000 ein- tökum. NEFND UM BYGGINGU NÁTTÚRU- FRÆÐIHÚSS Eins og kunnugt er, skipaði mennta- málaráðherra nefnd 18. september 1985 til að fjalla um tilhögun og uppbyggingu nátt- úrufræðihúss. Pað var eitt aðal markmiðið með stofnun Hins íslenska náttúrufræðifé- lags árið 1889 að koma upp veglegu nátt- úrufræðihúsi. Félagið gaf ríkinu safnið ár- ið 1947 með því skilyrði að byggt yrði yfir það. Ágúst H. Bjarnason, þáverandi for- maður félagsins, átti sæti í þessari nefnd. Hún skilaði áliti 7. desember sl. Þann 12. janúar barst félaginu bréf frá menntamála- ráðherra þar sem óskað er eftir umsögn félagsins um álit nefndar um byggingu náttúrufræðihúss. Stjórnin fjallaði um þetta mál á tveimur fundum og í bréfi til menntamálaráðherra var tekið undir álit meirihluta nefndarinnar og lýst þeirri ein- dregnu ósk að búið verði að taka ákvörð- un um byggingu náttúrufræðihúss fyrir aldarafmæli félagsins árið 1989. GJÖF HINS ÍSLENSKA NÁTTÚRU- FRÆÐIFÉLAGS TIL RANNSÓKNA- STÖÐVARINNAR VIÐ MÝVATN Nýtt húsnæði Náttúrurannsóknastöðv- arinnar við Mývatn var formlega tekið í notkun 13. júní sl., en stöðin er til húsa í gamla prestsetrinu á Skútustöðum sem nú hefur verið gert upp. Hlutverk stöðvarinn- ar er að veita öllum þeim aðstöðu sem vilja rannsaka náttúru Mývatns og um- hverfis þess. Stjórn Hins íslenska náttúru- fræðifélags ákvað að færa stöðinni að gjöf af þessu tilefni 15 síðustu árganga Náttúru- fræðingsins og veggspjöld félagsins. Rit- stjóri Náttúrufræðingsins afhenti gjöfina, en Náttúrufræðingurinn var merktur sér- staklega sem gjöf frá félaginu. Stjórn fé- lagsins hefur borist þakkarbréf frá for- ntanni rannsóknastöðvarinnar. ALDARAFMÆLI HINS ÍSLENSKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAGS ÁRIÐ 1989 Eins og greint var frá á síðasta aðal- fundi, hafði stjórnin þá hafið nokkurn undirbúning að aldarafmæli félagsins. Á síðasta aðalfundi var frá því greint að þess hefði verið farið á leit við stjórn Pósts og síma að gefið yrði út frímerki í til- efni afmælisins. Þriggja manna nefnd fylg- ir þessu máli eftir. Einnig var frá því greint að ákveðið hefði verið að gangast fyrir samkeppni um merki félagsins og hefur nú verið skipuð þriggja manna dóm- nefnd. Stjórnin varð fljótlega sammála um að útgáfa veglegs rits um íslenska náttúru væri viðeigandi varða á þessum merka áfanga í sögu félagsins. Eftir nokkra íhug- un varð hún einnig einhuga um að gefa skyldi út vandað og veglegt en jafnframt aðgengilegt rit um náttúru Mývatnssveit- ar. Kom margt til að það svæði var valið. í fyrsta lagi er Mývatnssvæðið einstætt, og það bæði hvað varðar jarðfræði og lífríki. Ritið myndi því spanna mjög breitt svið; jarðeðlisfræði, jarðfræði, grasafræði og dýrafræði. í öðru lagi hafa verið gerðar meiri rannsóknir þar en á flestum öðrum svæðum á landinu, bæði á sviði jarðfræði og líffræði. í þriðja lagi er ekki til neitt al- mennt rit á íslensku um náttúru Mývatns og myndi ritið því bæta úr brýnni þörf og gera almenningi kleift að kynna sér þetta stórbrotna svæði. í fjórða lagi taldi stjórnin víst að eftirspurn yrði mikil eft- ir vönduðu riti um Mývatn og gæti það jafnvel orðið félaginu tekjulind er fram liðu stundir, og einnip mætti þýða ritið á erlend tungumál. Árni Einarsson og Arnþór Garðarsson hafa verið ráðnir ritstjórar. Efnisskipan bókarinnar liggur fyrir. Þetta verður safnrit og hafa allir væntanlegir höfundar nú samþykkt að leggja fram efni. Stjórnin hyggst leita stuðnings stofnana og fyrirtækja til að styrkja útgáfuna. Stefnt er að útgáfu um mitt ár 1989. 227
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.