Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 51
 Háskóla íslands fyrir lán á húsnæöi og sér- staklega Jóni Kristjánssyni húsverði í Odda fyrir einstaka lipurö og hjálpsemi. FERÐIR OG NÁMSKEIÐ Á árinu var alls farið í 8 ferðir á vegum félagsins, 7 dagsferðir og eina fjögurra daga ferð. Auk þess gekkst félagið fyrir námskeiði í greiningu matsveppa. Þátttak- endur í ferðunum urðu 430 og eru það einnig mun fleiri en oftast áður. Sjálfsagt hjálpuðu veðurguðirnir til en veður var yfirleitt ágætt. 1. Fyrsta ferðin var fuglaskoðunarferð 17. maí, en hún var nokkuð með öðru sniði en áður þar sem áhersla var lögð á að fylgjast með atferli ýmissa vaðfugla og anda. Haldið var að Ástjörn og Hvaleyr- arlóni en leiðsögumenn voru Hrefna Sig- urjónsdóttir og Hlynur Óskarsson. Þátt- takendur voru 19. 2. Síðastliðið sumar var ákveðið að bjóða félagsmönnum að kynnast rann- sóknum íslenskra náttúruvísindamanna úti í náttúrunni. Fyrsta ferðin var 14. júní, en þá kynntu Sigurður Snorrason og Skúli Skúlason rannsóknir sínar á bleikjunni í Þingvallavatni og gafst þátttakendum m.a. tækifæri til að sjá þær fjórar gerðir bleikju sem f vatninu lifa. Þátttakendur voru 33. 3. Þann 28. júní var farið í gönguferð um 15 km leið frá Trölladyngju til Krísu- víkur og skoðaðar eldstöðvar, hraun, mó- bergsfjöll, sprungur, gjár og jarðhitasvæði undir leiðsögn Sigmundar Einarssonar. Þátttakendur voru 42. 4. Grasnytjaferð var 5. júlí og var safn- að ýmsum tejurtum og jurtum til matar og litunar. Fyrst var farið í grasagarðinn í Laugardal, síðan ekið út á Reykjanes og fanga leitað á nokkrum stöðum. Leiðsögu- maður var Eva Guðný Þorvaldsdóttir. Þátttakendur voru 69. 5. Sveppanámskeið var haldið eins og undanfarin ár og farið í sveppatínsluferð í Skorradal 23. ágúst. Leiðbeinandi var Eiríkur Jensson. Fjöldi þátttakenda á námskeiðinu var takmarkaður við 25, en í ferðina komu alls 45 manns. 6. Jarðfræðiferð var farin að Þingvalla- vatni 27. september undir leiðsögn Krist- jáns Sæmundssonar sem sagði frá jarðsögu Þingvallavatns og næsta umhverfis. Þátt- takendur voru 50. 7. Til stuðnings tilraunum Landgræðsl- unnar, Skógræktar ríkisins og Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins með uppgræðslu lands með íslensku birki, efndi Hið ís- lenska náttúrufræðifélag til ferðar til að tína birkifræ 4. október. Farið var á Þing- völl og fararstjórar voru Andrés Arnalds og Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Veður var heldur leiðinlegt en í ferðina komu 25 manns. 8. Langa ferðin í Skaftafell 9.-12. júlí. Alls var farið á fjórum bílum og voru leið- sögumenn í bílunum þeir Jón Jónsson jarðfræðingur, Kristinn Haukur Skarphéð- insson líffræðingur og jarðfræðingarnir Páll Einarsson og Þorleifur Einarsson. Fararstjóri var Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur. Lagt af stað kl. 9 á fimmtudagsmorgni og ekið austur í Mýr- dal. Þar slóst Einar H. Einarsson á Skammadalshóli með í hópinn og sagði frá Kötlugosum og Kötluhlaupum meðan matast var í Hjörleifshöfða. Aftur var áð hjá Villingshóli og þar sagði Jón Jónsson frá Skaftáreldum. Gist var á tjaldstæðinu í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Daginn eftir gengu 50 manns í Bæjar- staðarskóg með Eyþóri Einarssyni grasa- fræðingi og Kristni Hauki Skarphéðins- syni. Meginhluti hópsins gekk fyrst að Sjónarskeri þar sem Ragnar Stefánsson, bóndi og þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, sagði deili á fjöllum og örnefnum sem blöstu við í ágætu skyggni. Einnig var Svartifoss skoðaður og leyfi fékkst til að skoða gamla bæinn í Seli sem nú er verið að breyta í minjasafn og þar rakti Ragnar ýmislegt úr sögu Skaftafells. Eftir hádegi var ekið að Svínafelli. Þorleifur Einarsson sagði frá steingervingalögunum þar og fólk spreytti sig á að greina blaðförin sem fundust. Þaðan var haldið að útfalli Skeið- arár og loks skoðuð dauðísker framan við Skeiðarárjökul með Þorleifi Einarssyni. Um kvöldið var kvöldvaka og greint frá úrslitum í veðurspárkeppni. Á laugardeginum var haldið í sólskini og hlýju veðri austur á Breiðamerkursand 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.