Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 40
ins í formála en aðeins valdar heimildir og rit til frekari fróðleiks voru sett í lok hvers kafla bókarinnar. Mest allt sem Þorvaldur reit fyrir 76 árum hefur verið margnýtt af yngri höfundum sem fjallað hafa um ein- stakar eldstöðvar eða gossvæði. Rit þeirra voru yfirleitt valin í ritskrána og á það bent í formála að heimildalistar þessara nýrri rita innihalda upplýsingar um enn önnur heimildarit (bls. 7, ATG). í öðru lagi er skýrt tekið fram að áherslan sé lögð á rit á íslensku í heimildalistum Islands- elda (bls. 6, ATG) en Eldfjallasagan er á þýsku. Frá reglunni var helst vikið þegar um nýlegar frumheimildir eða nýleg yfir- litsverk var að ræða. Sem sagt: Höfundur íslandselda eða forlagið Vaka-Helgafell hafa ekki þann ásetning að gera lítið úr Eldfjallasögu Þor- valdar Thoroddsen eða upphefja alþýðlegt yfirlitsrit sem einu bókina um íslenska eld- virkni. Páll Imsland hefði hins vegar rétt eins getað valið „De Islandske Vulkaner" eftir Jónas skáld Hallgrímsson til þess að nota sem skjöld þegar gera á aðstandend- um fslandselda upp annarlegan tilgang með því sem ekki er í bókinni eða vegna staðhæfingar um að þar sé í fyrsta sinn fjallað um allar íslenskar eldstöðvar á að- gengilegan hátt fyrir almenning og fræði- menn. AÐ SKILGREINA ALÞÝÐLEGT FRÆÐIRIT Þessu næst tekur Páll Imsland til við að fjalla um eðli íslandselda og markmið höf- undar. Skrif Páls eru tvíþætt. I einn stað vill hann hafa skilning höfundar á mis- muninum á alþýðlegu og vísindalegu fræðiriti alveg á hreinu, eins og hann sjálf- ur segir. Hvorki meira né minna. í annan stað gerir hann grein fyrir sínum skilningi á hugtakinu alþýðlegt fræðirit. í upphafi máls gerir Páll höfundi upp þá skoðun að hann (ATG) telji mun á alþýðlegu fræði- riti og vísindariti felast í því hvernig vitnað er til heimilda! Fyrir svona grunnhygginni tilgátu er sá flugufótur að höfundur segir í formála að bókin sé samin sem alþýðlegt fræðirit og síðan, í næstu setningu, að sú leið hafi verið valin (aðrar leiðir eru greinilega til) að nota ekki viðurkenndan tilvitnanastaðal fagtímarita, heldur skrá valdar heimildir og rit til frekari upplýs- inga. Höfundur gerir hvorki þarna né ann- ars staðar tilraun til að skilgreina alþýðleg fræðirit. Ekki tíðkast að höfundar skil- greini almennar bókmenntagreinar í inn- gangi rita nema þegar um vísindarit um bókmenntir er að ræða. Hver væri enda tilgangurinn? í formálanum eru aðeins tvær setningar (ásamt ýmsu um ljósmyndir o.fl.) sem eiga að skýra efnistök svo langt sem það er gerlegt í stuttum formála. Bók- in sem slík á að sjálfsögðu að skýra sig sjálf sem og hugmyndir höfundar um al- þýðlegt fræðirit; og meira að segja bara eina tegund slfkra rita. Að þessu loknu færir Páll fram fjögur til fimm atriði sem hann telur einkenna alþýð- leg fræðirit. Þeim er ég sumum sammála og gæti tínt til nokkur í viðbót. En mergurinn málsins er þó að tiltekið alþýðlegt fræðirit fullnægir oftast og eðlilega aðeins hluta einhverrar skilyrðaromsu. Kennslubækur (t.d. Jarðfræði Þorleifs Einarssonar, Veð- urfræði Markúsar Á. Einarssonar), hand- bækur (t.d. íslensk flóra eftir Ágúst H. Bjarnason) eða fagbækur (t.d. Heklubók Sigurðar Þórarinssonar, bók Páls sjálfs um Jan Mayen) eru ekki vel afmarkaðar og geirnegldar skúffur í bókahillu náttúru- fræðinnar. Vissulega eru til bækur, auð- veldar í svona röðun, en aðrar bækur grípa yfir fleiri en eitt svið grófskiptingar- innar og enn aðrar geta vel talist til alþýð- legra fræðirita þó þar sé aðeins „tæpt á hlutunum" svo minnst sé á eitt af því sem Páll segir ekki einkenna þess konar rit. Sumar yfirlýsingar Páls eins og þessi: „Það verður einmitt að gera þær kröfur til alþýðlegra fræðirita að þau séu sem full- komnust fræðilega“ (bls. 44, PI) verka í fljótu bragði eins og þörf áminning. En þegar betur er að gáð eru orðin marklítil. Það eru til jafn margar skilgreiningar á „fræðilegri fullkomnun" og fjölda vísinda- manna nemur í landinu. Og þeim mun heldur sem vísindagreinin er margræðnari og jafnvel byggð að hluta á mörgum ósönnuðum kenningum. Aukin heldur eru hugtök um eina eða aðra „fullkomnun" óhlutlæg með öllu. Aðrar yfirlýsingar Páls eru gagnlegri og 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.