Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 40
ins í formála en aðeins valdar heimildir og rit til frekari fróðleiks voru sett í lok hvers kafla bókarinnar. Mest allt sem Þorvaldur reit fyrir 76 árum hefur verið margnýtt af yngri höfundum sem fjallað hafa um ein- stakar eldstöðvar eða gossvæði. Rit þeirra voru yfirleitt valin í ritskrána og á það bent í formála að heimildalistar þessara nýrri rita innihalda upplýsingar um enn önnur heimildarit (bls. 7, ATG). í öðru lagi er skýrt tekið fram að áherslan sé lögð á rit á íslensku í heimildalistum Islands- elda (bls. 6, ATG) en Eldfjallasagan er á þýsku. Frá reglunni var helst vikið þegar um nýlegar frumheimildir eða nýleg yfir- litsverk var að ræða. Sem sagt: Höfundur íslandselda eða forlagið Vaka-Helgafell hafa ekki þann ásetning að gera lítið úr Eldfjallasögu Þor- valdar Thoroddsen eða upphefja alþýðlegt yfirlitsrit sem einu bókina um íslenska eld- virkni. Páll Imsland hefði hins vegar rétt eins getað valið „De Islandske Vulkaner" eftir Jónas skáld Hallgrímsson til þess að nota sem skjöld þegar gera á aðstandend- um fslandselda upp annarlegan tilgang með því sem ekki er í bókinni eða vegna staðhæfingar um að þar sé í fyrsta sinn fjallað um allar íslenskar eldstöðvar á að- gengilegan hátt fyrir almenning og fræði- menn. AÐ SKILGREINA ALÞÝÐLEGT FRÆÐIRIT Þessu næst tekur Páll Imsland til við að fjalla um eðli íslandselda og markmið höf- undar. Skrif Páls eru tvíþætt. I einn stað vill hann hafa skilning höfundar á mis- muninum á alþýðlegu og vísindalegu fræðiriti alveg á hreinu, eins og hann sjálf- ur segir. Hvorki meira né minna. í annan stað gerir hann grein fyrir sínum skilningi á hugtakinu alþýðlegt fræðirit. í upphafi máls gerir Páll höfundi upp þá skoðun að hann (ATG) telji mun á alþýðlegu fræði- riti og vísindariti felast í því hvernig vitnað er til heimilda! Fyrir svona grunnhygginni tilgátu er sá flugufótur að höfundur segir í formála að bókin sé samin sem alþýðlegt fræðirit og síðan, í næstu setningu, að sú leið hafi verið valin (aðrar leiðir eru greinilega til) að nota ekki viðurkenndan tilvitnanastaðal fagtímarita, heldur skrá valdar heimildir og rit til frekari upplýs- inga. Höfundur gerir hvorki þarna né ann- ars staðar tilraun til að skilgreina alþýðleg fræðirit. Ekki tíðkast að höfundar skil- greini almennar bókmenntagreinar í inn- gangi rita nema þegar um vísindarit um bókmenntir er að ræða. Hver væri enda tilgangurinn? í formálanum eru aðeins tvær setningar (ásamt ýmsu um ljósmyndir o.fl.) sem eiga að skýra efnistök svo langt sem það er gerlegt í stuttum formála. Bók- in sem slík á að sjálfsögðu að skýra sig sjálf sem og hugmyndir höfundar um al- þýðlegt fræðirit; og meira að segja bara eina tegund slfkra rita. Að þessu loknu færir Páll fram fjögur til fimm atriði sem hann telur einkenna alþýð- leg fræðirit. Þeim er ég sumum sammála og gæti tínt til nokkur í viðbót. En mergurinn málsins er þó að tiltekið alþýðlegt fræðirit fullnægir oftast og eðlilega aðeins hluta einhverrar skilyrðaromsu. Kennslubækur (t.d. Jarðfræði Þorleifs Einarssonar, Veð- urfræði Markúsar Á. Einarssonar), hand- bækur (t.d. íslensk flóra eftir Ágúst H. Bjarnason) eða fagbækur (t.d. Heklubók Sigurðar Þórarinssonar, bók Páls sjálfs um Jan Mayen) eru ekki vel afmarkaðar og geirnegldar skúffur í bókahillu náttúru- fræðinnar. Vissulega eru til bækur, auð- veldar í svona röðun, en aðrar bækur grípa yfir fleiri en eitt svið grófskiptingar- innar og enn aðrar geta vel talist til alþýð- legra fræðirita þó þar sé aðeins „tæpt á hlutunum" svo minnst sé á eitt af því sem Páll segir ekki einkenna þess konar rit. Sumar yfirlýsingar Páls eins og þessi: „Það verður einmitt að gera þær kröfur til alþýðlegra fræðirita að þau séu sem full- komnust fræðilega“ (bls. 44, PI) verka í fljótu bragði eins og þörf áminning. En þegar betur er að gáð eru orðin marklítil. Það eru til jafn margar skilgreiningar á „fræðilegri fullkomnun" og fjölda vísinda- manna nemur í landinu. Og þeim mun heldur sem vísindagreinin er margræðnari og jafnvel byggð að hluta á mörgum ósönnuðum kenningum. Aukin heldur eru hugtök um eina eða aðra „fullkomnun" óhlutlæg með öllu. Aðrar yfirlýsingar Páls eru gagnlegri og 214

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.