Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 24
Orðið basalt í íslensku Algengasta bergtegund jarðarinnar er basalt. Það er aðalbergið í allri jarðskorpunni undir úthöfunum og á íslandi er um eða yfir 90% bergsins basalt. Á síðustu áratugum hefur at- hygli bergfræðinga beinst mun meir að basalti en áður var og nú mun vart annað berg meir undir smásjánni en basalt. Á áttunda áratugnum birtust í fræðiritum yfir 3500 greinar um rann- sóknir á basalti. En hvaðan er orðið basalt komið? I latínu er til orðmyndin basaltes sem merkir dökkur marmari og er líklega úr máli steinhöggvara. Það orð gæti hafa flust yfir á basalt í Evrópu á síð- miðöldum enda litu menn þá á basalt sem setberg. Uppruni orðsins sem við notum um algengasta berg á jörðinni er sem sagt frekar óljós. Samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans kemur orðið basalt fyrst fyrir á prenti í íslensku árið 1798. Það er í þýðingu í lítilli bók sem út var gef- in að Leirárgörðum og ber titilinn: „Sá guðlega þenkjandi Náttúru-skoð- ari, það er hugleiðing yfir Byggingu heimsins, eður handaverk Guðs á Himni og Jörðu. Ásamt annari hug- leiðingu um Dyggðina. Utdregnar af Ritsöfnum Kammerherra og konúngl. Sagnaritara Péturs Frideriks Súhms, og á íslensku útlagðar af Jóni Jóns- syni, Sóknarpresti til Grundar og Möðruvalla í Eyjafirði“. I annað og þriðja sinn er orðið notað, og nú í fleirtölu, basölt, í tveim frásögnum Magnúsar Stephensens í Klaustur- póstinum árin 1818 og 1822. í fjórða sinn kemur orðið fyrir í 30. árg. Þjóðólfs, árið 1878 og stendur í karl- kyni með greini, basaltinn. Hér er það í ferðasögu og líklega komið úr penna Matthíasar Jochumssonar. Sama ár kom út Steinafrœði og jarðarfrœði Benedikts Gröndal og þar kemur orð- ið fyrir í fyrsta sinn hjá náttúrufræð- ingi. Þorvaldur Thoroddsen notar síð- an orðið víða. í bókum hans kemur það fyrst fyrir í Jarðfræði árið 1889. Síðan má segja að orðið hafi verið í al- mennri notkun sem fagorð. Þegar orðið basalt var fyrst notað í íslensku töldu flestir lærðir menn í Evrópu að þetta dökka, fínkornótta, fremur sjaldgæfa berg á þeim slóðum hefði myndast við útfellingu efna úr sjó sem átti að hafa flætt yfir löndin í miklum flóðum í árdaga. Samkvæmt þessari hugmynd var basalt setberg myndað líkt og kalksteinn, en ekki storkuberg orðið til við kólnun 1000- 1200°C heitrar bergkviku. Óvíst er hvaða orð íslendingar hafa notað um þetta berg á fyrri öldum eða hvort og hve mikil þörf var hér til þess að fjalla um þessa bergtegund með öðrum orðum en hraun, steinar og grjót. Orðið blágrýti er gamalt í mál- inu. í seðlasafni Orðab. Hásk. er elsta dæmið úr Persíusar rímum Guðmund- ar Andréssonar, sem Jakob Bene- diktsson taldi líklegast að væru ortar á milli 1642 og 1646. Þar segir: „Báðir kóngar breyttu mynd, blágrýtis að steini urðu fyrir þá fólsku synd að farga hugðust sveini“. Páll Imsland Náttúrufræðingurinn 58 (4), bls. 198,1988. 198
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.