Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 9
Sigurður R. Gíslason og Stefán Arnórsson s Efnafræði árvatns á Islandi og hraði efnarofs INNGANGUR Almennt hefur verið talið að efna- veðrun og efnarof hafi verið óveruleg á íslandi á nútíma vegna kalds lofts- lags (t.d. Þorleifur Einarsson 1985). Sú skoðun hefur meðal annars byggst á því að engin útskoluð „jarðvegslög" frá nútíma finnast hér sem líkjast rauðu millilögunum í berglagastaflan- um frá tertíer. En þau eru talin hafa myndast við efnaveðrun þegar loftslag var hlýrra en nú er á Islandi. Tilraunir hafa nylega verið gerðar með leysnihraða basalts í vatni (Sig- urður Gíslason og Eugster 1987a). Leysnihraðinn segir til um það magn efna sem losna frá yfirborði bergs í vatni á tímaeiningu. Þessar tilraunir og rannsóknir á efnainnihaldi linda- og árvatns á íslandi hafa gert það mögulegt að meta hraða efnarofs og bera hann saman við hraða efnarofs á meginlöndunum. í þessari grein er: 1) skýrt frá hraða efnarofs á Islandi, 2) sýnt fram á hvaða þættir ráða efna- innihaldi árvatns og 3) fjallað um efnaskipti vatns við andrúmsloft og bergmylsnu í meginál vatnsfalla. FYRRI RANNSÓKNIR Rannsóknir á flutningi uppleystra efna með árvatni má rekja rúmlega hundrað ár aftur í tímann (Walling og Webb 1986). Tilgangur slíkra rann- sókna er margvíslegur. Hann tengist gæðum neyslu- og áveituvatns, um- hverfismálum og mati á hraða efna- rofs. Yfirlitsgreinar, þar sem efna- greiningum árvatns hvaðanæva úr heiminum er safnað saman (t.d. Liv- ingstone 1963), eru mikilvægar rann- sóknum sem beinast að því: 1) að skilja breytileika í efnainnihaldi ár- vatns milli heimshluta, 2) að meta magn efnisflutninga með árvatni og 3) að áætla uppruna uppleystu efnanna í vatninu (t.d. Garrels og Mackenzie 1971, Maybeck 1987). Rannsóknir á efnainnihaldi árvatns og grunnvatns á íslandi hafa verið takmarkaðar allt til síðustu ára. Ahuginn hefur einkum beinst að áhrifum jarðhita á efnainnihald vatns í jökulhlaupum (Guðmundur Sigvalda- son 1963, 1965; Sigurður Steinþórsson og Níels Óskarsson 1983, Helgi Björnsson og Hrefna Kristmannsdótt- ir 1984). Cawley o.fl. (1969) birtu nið- urstöður rannsókna á styrk koltvísýr- lings í Skjálfandafljóti. Þeir komust m.a. að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að efnaveðrun á íslandi væri óvenjulega hæg, þrátt fyrir hið harðneskjulega loftslag sem hér ríkir. Náttúrufræöingurinn 58 (4), bls. 183-197, 1988. 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.