Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 9
Sigurður R. Gíslason og Stefán Arnórsson s Efnafræði árvatns á Islandi og hraði efnarofs INNGANGUR Almennt hefur verið talið að efna- veðrun og efnarof hafi verið óveruleg á íslandi á nútíma vegna kalds lofts- lags (t.d. Þorleifur Einarsson 1985). Sú skoðun hefur meðal annars byggst á því að engin útskoluð „jarðvegslög" frá nútíma finnast hér sem líkjast rauðu millilögunum í berglagastaflan- um frá tertíer. En þau eru talin hafa myndast við efnaveðrun þegar loftslag var hlýrra en nú er á Islandi. Tilraunir hafa nylega verið gerðar með leysnihraða basalts í vatni (Sig- urður Gíslason og Eugster 1987a). Leysnihraðinn segir til um það magn efna sem losna frá yfirborði bergs í vatni á tímaeiningu. Þessar tilraunir og rannsóknir á efnainnihaldi linda- og árvatns á íslandi hafa gert það mögulegt að meta hraða efnarofs og bera hann saman við hraða efnarofs á meginlöndunum. í þessari grein er: 1) skýrt frá hraða efnarofs á Islandi, 2) sýnt fram á hvaða þættir ráða efna- innihaldi árvatns og 3) fjallað um efnaskipti vatns við andrúmsloft og bergmylsnu í meginál vatnsfalla. FYRRI RANNSÓKNIR Rannsóknir á flutningi uppleystra efna með árvatni má rekja rúmlega hundrað ár aftur í tímann (Walling og Webb 1986). Tilgangur slíkra rann- sókna er margvíslegur. Hann tengist gæðum neyslu- og áveituvatns, um- hverfismálum og mati á hraða efna- rofs. Yfirlitsgreinar, þar sem efna- greiningum árvatns hvaðanæva úr heiminum er safnað saman (t.d. Liv- ingstone 1963), eru mikilvægar rann- sóknum sem beinast að því: 1) að skilja breytileika í efnainnihaldi ár- vatns milli heimshluta, 2) að meta magn efnisflutninga með árvatni og 3) að áætla uppruna uppleystu efnanna í vatninu (t.d. Garrels og Mackenzie 1971, Maybeck 1987). Rannsóknir á efnainnihaldi árvatns og grunnvatns á íslandi hafa verið takmarkaðar allt til síðustu ára. Ahuginn hefur einkum beinst að áhrifum jarðhita á efnainnihald vatns í jökulhlaupum (Guðmundur Sigvalda- son 1963, 1965; Sigurður Steinþórsson og Níels Óskarsson 1983, Helgi Björnsson og Hrefna Kristmannsdótt- ir 1984). Cawley o.fl. (1969) birtu nið- urstöður rannsókna á styrk koltvísýr- lings í Skjálfandafljóti. Þeir komust m.a. að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að efnaveðrun á íslandi væri óvenjulega hæg, þrátt fyrir hið harðneskjulega loftslag sem hér ríkir. Náttúrufræöingurinn 58 (4), bls. 183-197, 1988. 183

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.