Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 39
Ari Trausti Guðmundsson / Um Islandselda Höfundur svarar gagnrýni Páls Imslands INNGANGUR Bókin íslandseldar (héreftir einnig ATG) uppsker ekki háa einkunn í ritdómi og bókargreiningu Páls Imslands jarð- fræðings í Náttúrufræðingnum (1. hefti 58. árg. 1988, héreftir einnig PI). Peirri niður- stöðu mun höfundur bókarinnar ekki reyna að skáka. Né heldur mun hann reyna að giska á tilgang eða ástæðu rit- dómsins eða jafnvel þekkingu skrifarans. En í skyldri getgátulist reynir Páll Imsland fyrir sér víða í tilskrifi sínu þegar hann ýjar að ótilgreindu áhugasviði höfundar, skiln- ingsleysi hans á eðli alþýðlegra fræðibóka, þekkingarskorti í jarðvísindum eða því sem hann nefnir drifkraft ritstarfa höfund- ar. Vísast er það sjaldgæft að höfundar bóka svari ritdómum um verk sín. Ástæða mín til slíks fráviks frá hefðinni er þessi: Mér finnst umsögn Páls allt of víða ýmist villandi eða röng. Ég mun taka fyrir allmörg atriði úr til- skrifi Páls, rétt eins og Náttúrufræðingur- inn leyfir í einni langri grein. Mörgu verð- ur því miður að sleppa vegna rúmleysis. ÞORVALDUR THORODDSEN - EÐA VAR ÞAÐ JÓNAS? Páll hefur grein sína á því að mótmæla þeirri staðhæfingu forlagsins Vöku-Helga- fells að í bókinni sé í fyrsta sinn fjallað um allar virkar eldstöðvar í landinu með hjálp ljósmynda, korta og skýringarmynda. Hann telur líka að framlag Þorvaldar Thoroddsens sé vanmetið í Islandseldum. Síðar í greininni telur Páll að sama vanmat komi fram þar eð ekki sé oftar en tvisvar vitnað til Þorvaldar í bókinni og hvergi sé rit hans um eldgosasöguna dregið fram í heimildabunkanum. Með þessu sýnist mér Páll gefa í skyn að höfundur íslandselda vilji upphefja sjálfan sig. Að mínu mati er hér vegið á bak með því að spyrða saman ólík rit bæði í tíma og að allri gerð. Rit Þorvaldar er fullbúið fræðirit, byggt bæði á frumathugunum hans og fjölmörgum heimildum. Þess utan er ritsins skilmerkilega getið í formála bókarinnar (ATG) án einkunnar eða væg- is, rétt eins og þegar önnur merk rit eru þar nefnd, t.d. Jökla- og eldrit Sveins Pálssonar. Hitt vita líka margir að Eldfjallasaga Þorvaldar sem hann lauk við 1912 fjallar sannarlega ekki um allar íslenskar eld- stöðvar, heldur einungis þær helstu eins og efnisyfirlit þess rits sýnir best. Tugir eða hundruð sprungueldstöðva eru þar ekki nefndar né heldur allmargar stórar eldstöðvar sem voru óþekktar í upphafi aldarinnar. Auðvitað vantar líka eitthvað af eld- stöðvum í íslandselda. Auðvitað er um- sögn forlagsins á kápusfðu fullhraustleg yf- irlýsing ef fyllstu nákvæmni er gætt. En að hér fari einhver tilraun til þess að upphefja Islandselda á kostnað gamalla (og gegnra) yfirlitsverka er hugarsmíð Páls Imslands. Fullyrðing á bókarkápu stenst sem slík í þeim auglýsingastfl sem alsiða er að forlög noti til að vekja athygli á bókum sínum. Hvað eldfjallasögu Þorvaldar Thorodd- sen áhrærir sem heimildarbanka þá kemur tvennt til. í fyrsta lagi er búið að geta rits- Náttúrufræðingurinn 58 (4), bls. 213-221, 1988. 213
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.