Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 20
stöðvast þegar það er á bilinu 9 - 9,5, en þá myndast H+ jafnhratt við klofn- un á kísilsýru og það eyðist við upp- töku í bergið. Á 7. mynd má sjá einfaldað líkan af náttúrulegu grunnvatnskerfi. Sýrustig úrkomunnar er nálægt 5,6 en um leið og vatnið kemur í snertingu við bergið hefst upplausn bergsins og sýrustig vatnsins hækkar. Vatn sem fer niður í berggrunninn einangrast fljótlega frá andrúmsloftinu og lítið munar um rotnandi jurta- og dýraleifar a.m.k. þar sem gegnumstreymi vatns er mik- ið. Framboð á kolsýru er því Iítið og sýrustig vatnsins rís þar til það er komið upp í 9 - 9,5. En þá hefur stöð- ugt ástand náðst varðandi myndun og upptöku H+ jóna. Samfara hækkun sýrustigsins fellur hlutþrýstingur kol- tvísýrlings verulega því kolefnishvörf eins og þau sem sýnd eru á 3. mynd ganga til hægri þegar sýrustigið hækk- ar. Vatnið sem kemur upp í lindunum er því með hátt sýrustig og lágan hlut- þrýsting koltvísýrlings (pC02). Um leið og það kemst á ný í snertingu við andrúmsloftið hefur koltvísýrlingur andrúmslofts tilhneigingu til að leys- ast upp í vatninu, en sú upplausn gengur hægt fyrir sig eins og fjallað er um í næsta kafla. EFNASKIPTI VATNS VIÐ BERG OG ANDRÚMSLOFT í MEGINÁL ÍSLENSKRA VATNSFALLA Dvalartími vatns í meginál vatns- falla á íslandi er jafnan stuttur. Árn- ar eru stuttar miðað við ár megin- landanna og straumhraðinn mikill. Þjórsá, lengsta vatnsfall á Islandi, er 230 km löng frá upptökum til sjávar (Hagstofa íslands 1984). Dagsveiflur eru í rennsli Þjórsár á vorin og sumr- in. En það tekur topp dagsveiflunnar í Þjórsá 30 klukkustundir að berast frá jöklum niður að Urriðafossi (Sigurjón Rist 1961) sem er um 25 km frá sjó. Það má því búast við að dvalartími vatns í meginálum vatnsfalla á íslandi sé u.þ.b. einn sólarhringur eða minna. Flæði vatns í ám er nær undantekn- ingalaust iðustreymi (Leopold o.fl. 1964). Vegna iðustraumanna blandast vatnið vel allt að mörkum vatns og lofts en þar breytist bygging vatnsins. I stað þess að sameindum vatnsins er óreglulega fyrir komið, eins og er víð- ast í straumnum, þá verður samröðun þeirra þétt og regluleg í yfirborðs- himnunni (t.d. Brutsaert og Gerhard 1984). Þessi þétta vatnshimna skilur í raun að vatn og loft. Hún myndar einskonar varnarlag sem tefur fyrir efnaskiptum á milli lofts og vatns. En gastegundir eins og koltvísýrlingur verða að berast í gegnum þetta lag til þess að komast úr eða í vatnið. Þessi himna brotnar upp þegar vatn freyðir í ölduföldum, fossum og flúðum og verða þá öll efnaskipti mun hraðari en ella. Eins og sjá má á 2. mynd þá er hlut- þrýstingur koltvísýrlings í lindám, 10 til 100 sinnum lægri en í andrúmslofti, en sum þessara sýna eru tekin kíló- metrum neðan upptaka ánna. Vatn í lindám getur þannig haldið efnaein- kennum sínum e.t.v. allt niður til ósa, vegna þess hve efnaskipti vatns og andrúmslofts eru hæg miðað við dval- artíma vatnsins í ánni. Eins og sýnt er á 1. mynd, þá vex styrkur uppleystra efna ekki með auknum aurburði í árvatni. Þetta bendir til þess að efnaskipti milli vatns og bergs í meginál ánna hafi hverfandi áhrif á magn uppleystra efna í árvatn- inu. Þetta stafar af því, hve tíminn til þessara efnaskipta er stuttur, u.þ.b. einn sólarhringur eða minna, en það er ekki nægilegur tími fyrir umtals- verða upplausn aurburðarins. Magn 194
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.