Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 20
stöðvast þegar það er á bilinu 9 - 9,5, en þá myndast H+ jafnhratt við klofn- un á kísilsýru og það eyðist við upp- töku í bergið. Á 7. mynd má sjá einfaldað líkan af náttúrulegu grunnvatnskerfi. Sýrustig úrkomunnar er nálægt 5,6 en um leið og vatnið kemur í snertingu við bergið hefst upplausn bergsins og sýrustig vatnsins hækkar. Vatn sem fer niður í berggrunninn einangrast fljótlega frá andrúmsloftinu og lítið munar um rotnandi jurta- og dýraleifar a.m.k. þar sem gegnumstreymi vatns er mik- ið. Framboð á kolsýru er því Iítið og sýrustig vatnsins rís þar til það er komið upp í 9 - 9,5. En þá hefur stöð- ugt ástand náðst varðandi myndun og upptöku H+ jóna. Samfara hækkun sýrustigsins fellur hlutþrýstingur kol- tvísýrlings verulega því kolefnishvörf eins og þau sem sýnd eru á 3. mynd ganga til hægri þegar sýrustigið hækk- ar. Vatnið sem kemur upp í lindunum er því með hátt sýrustig og lágan hlut- þrýsting koltvísýrlings (pC02). Um leið og það kemst á ný í snertingu við andrúmsloftið hefur koltvísýrlingur andrúmslofts tilhneigingu til að leys- ast upp í vatninu, en sú upplausn gengur hægt fyrir sig eins og fjallað er um í næsta kafla. EFNASKIPTI VATNS VIÐ BERG OG ANDRÚMSLOFT í MEGINÁL ÍSLENSKRA VATNSFALLA Dvalartími vatns í meginál vatns- falla á íslandi er jafnan stuttur. Árn- ar eru stuttar miðað við ár megin- landanna og straumhraðinn mikill. Þjórsá, lengsta vatnsfall á Islandi, er 230 km löng frá upptökum til sjávar (Hagstofa íslands 1984). Dagsveiflur eru í rennsli Þjórsár á vorin og sumr- in. En það tekur topp dagsveiflunnar í Þjórsá 30 klukkustundir að berast frá jöklum niður að Urriðafossi (Sigurjón Rist 1961) sem er um 25 km frá sjó. Það má því búast við að dvalartími vatns í meginálum vatnsfalla á íslandi sé u.þ.b. einn sólarhringur eða minna. Flæði vatns í ám er nær undantekn- ingalaust iðustreymi (Leopold o.fl. 1964). Vegna iðustraumanna blandast vatnið vel allt að mörkum vatns og lofts en þar breytist bygging vatnsins. I stað þess að sameindum vatnsins er óreglulega fyrir komið, eins og er víð- ast í straumnum, þá verður samröðun þeirra þétt og regluleg í yfirborðs- himnunni (t.d. Brutsaert og Gerhard 1984). Þessi þétta vatnshimna skilur í raun að vatn og loft. Hún myndar einskonar varnarlag sem tefur fyrir efnaskiptum á milli lofts og vatns. En gastegundir eins og koltvísýrlingur verða að berast í gegnum þetta lag til þess að komast úr eða í vatnið. Þessi himna brotnar upp þegar vatn freyðir í ölduföldum, fossum og flúðum og verða þá öll efnaskipti mun hraðari en ella. Eins og sjá má á 2. mynd þá er hlut- þrýstingur koltvísýrlings í lindám, 10 til 100 sinnum lægri en í andrúmslofti, en sum þessara sýna eru tekin kíló- metrum neðan upptaka ánna. Vatn í lindám getur þannig haldið efnaein- kennum sínum e.t.v. allt niður til ósa, vegna þess hve efnaskipti vatns og andrúmslofts eru hæg miðað við dval- artíma vatnsins í ánni. Eins og sýnt er á 1. mynd, þá vex styrkur uppleystra efna ekki með auknum aurburði í árvatni. Þetta bendir til þess að efnaskipti milli vatns og bergs í meginál ánna hafi hverfandi áhrif á magn uppleystra efna í árvatn- inu. Þetta stafar af því, hve tíminn til þessara efnaskipta er stuttur, u.þ.b. einn sólarhringur eða minna, en það er ekki nægilegur tími fyrir umtals- verða upplausn aurburðarins. Magn 194

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.