Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 18
5. mynd. Einfaldað snið af landi þar sem
afrennsli er á yfirborði. Sýrustig úrkom-
unnar er um 5,6 en sýrustig yfirborðs-
vatnsins er á bilinu 7-7,5. Simplified
topographic section of land where preci-
pitation and glacier melt run-off is prim-
arily on the surface. The pH of pure
precipitation and run-off water is also
shown.
er efst á 4. mynd. Myndun H+ jónar-
innar með klofnun kolsýru er hröðust
um og yfir sýrustiginu 7. Nálægt þessu
sýrustigi hefur framleiðsla H4 jónanna
auðveldlega undan upptöku þeirra í
bergið og er það ástæðan til þess að
veðrunin getur ekki valdið frekari
hækkun sýrustigs.
5. mynd sýnir einfaldað líkan af
náttúrulegu kerfi þar sem afrennsli
vatnasviðs er að mestu á yfirborði eins
og gildir um dragár og jökulár. Sýru-
stig úrkomunnar er um 5,6, svipað og
í eimuðu vatni mettuðu af koltvísýr-
lingi andrúmsloftsins. Um leið og úr-
koman kemst í snertingu við berg og
jarðveg hefst upplausn þeirra. Nær
ótakmarkað magn er af koltvísýrlingi
til efnaskiptanna úr andrúmslofti og
lofti, sem lokað er inni undir miklum
þrýstingi í jöklum og frá rotnandi
jurta- og dýraleifum í jarðvegi. Sýru-
stig vatnsins rís því hratt frá 5,6 en
stöðvast við 7 - 7,5, svipað og í til-
raununum sem sýndar eru á 4. mynd.
6. mynd sýnir hvernig styrkur upp-
leystra efna vex með tíma í tilraun þar
sem basalt er leyst upp í eimuðu vatni
sem er upphaflega mettað af and-
rúmslofti, en er einangrað frá and-
rúmsloftinu um leið og bergið kemur í
snertingu við vatnið (Sigurður Gísla-
son og Eugster 1987a). Styrkur upp-
leystra efna vex með tíma svipað og
gerðist í opna kerfinu sem sýnt er á 4.
mynd en sýrustig vatnsins í lokaða
kerfinu (6. mynd) rís mun hærra en í
því opna. Styrkur kolsýru í vatninu er
mjög lágur, þ.e. einungis hinn upp-
runalegi jafnvægisstyrkur. Þegar sýru-
stig lausnarinnar kemst upp fyrir
u.þ.b. pH 6, byrjar framleiðsla H+
jóna með klofnun kolsýru að verða
veruleg en engin kolsýra bætist við,
192