Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 28
ítarlega könnun á jarðfræði þessa fyrrum eldvirka svæðis og nú þegar liggja ljós fyrir nokkur atriði, sem hafa almenna skírskot- un. Það er ljóst að hraunlagastaflinn norðan Reyðarfjarðar, sem talinn er vera frá tertí- er, og nær frá austasta tanga landsins að Grímsá, 35 mílum vestar, er meira en 18.000 fet að þykkt. Þetta er mun þykkara en þær áætlanir, sem sést hafa á prenti. Raunverulega hlýtur þykktin að vera tölu- vert miklu meiri en 18.000 fet, því botninn á hraunlagastaflanum er hvergi sýnilegur og auk þess verður ekki annað greint en að staflinn nái nokkrum mílum lengra til vesturs en kannað hefur verið, áður en komið er inn á eldvirku svæðin frá pleist- ocen og nútíma. Þykktin hlýtur í raun að jafnast á við þykkt hraunlagastaflans á Austur-Grænlandi, sem er af svipuðum aldri og Wager (1947, bls. 27) hefur gefið upp að sé 7,5 km, eða hraunlagastaflann á Vestur-Grænlandi, sem Noe-Nygaard (1942, bls. 68) hefur gefið upp að sé 10 km. Þekkja má þrjú afmörkuð gosskeið, sem framleitt hafa súr hraun. Elsta gosbergið, sem sést á rannsóknasvæðinu er súrt, en í hraunlagastaflanum sem heild eru basísk hraun yfirgnæfandi. Ólivín-basalt, þóleyít og feldspat-dílótt basalt finnast öll í miklu magni í staflanum. Ekki er sjáanleg nein tilhneiging til þess að ein tegundin eða önnur safnist fyrir í meira magni á ákveðn- um stöðum í staflanum. Ekki er heldur sjáanleg nein reglubundin breyting í sam- setningu bergsins með tíma. í gegnum hraunlagastaflann skerst jafn- aldra gangasveimur. Bráðabirgðamat bendir til þess að á svæðinu frá austasta tanga landsins til Grímsár séu um 1000 gangar, sem eru ein til tvær mílur að heild- arþykkt. Einstakir gangar hafa almennt NNA-læga stefnu. Gangasveimurinn er þéttastur í nágrenni þess, sem virðist vera sundurskorin tertíer megineldstöð. Þar finnst, ásamt basaltinu, töluvert magn af rýólíthraunum, gjóskubergi og innskotum. Þetta er skorið af kerfi af innskotslögum, sem hallar inn undir kjarna eldstöðvarinn- ar.“ Á fyrstu árum Walkers hér á landi voru íslenskir jarðvísindamenn eitt- hvað um 10 (Páll Imsland 1984). Þeir fengust við rannsóknir á ýmsum svið- um og kennslu á ýmsum skólastigum. Þekkingin á íslenskri jarðfræði var af- ar lítil, ef miðað er við nútímann. Það er mikil einföldun að segja að bæði þekkingin og viðfangsefni hinna ís- lensku jarðvísindamanna hafi verið bundin við tiltölulega fáa staði hingað og þangað um landið, en það er ekki alveg fjarri sanni. Tiltölulega lítið var unnið að rannsóknum á víðfeðmum svæðum eða á landsvísu. Engin alls- herjar kortlagning á jarðfræði landsins hafði verið í gangi síðan á dögum Þor- valdar Thoroddsens. Segja má að gjóskulagarannsóknir Sigurðar Þórar- inssonar (sjá t.d. 1944, 1970 & 1971), rakning Guðmundar Kjartanssonar á menjum jökulhörfunarinnar (sjá t.d. 1943 og 1966) og þyngdarkortlagning Trausta Einarssonar (1954), geti einna helst kallast „regíónal" eða víðsvæða rannsóknir á þessum tíma. Um svipað leyti og Walker kom hér fyrst hóf Guðmundur Kjartansson alhliða kort- lagningu á jarðfræði landsins, fyrst um miðbik þess og landið sunnanvert (1962). Þá voru segulstefnumælingar þeirra Þorbjarnar Sigurgeirssonar (1957) og Trausta Einarssonar (1957a,b) einnig að hefjast (Leó Kristjánsson 1982 og Páll Theódórs- son, 1986). Að öðru leyti var könnun landsins býsna mikið bundin ákveðn- um afmörkuðum stöðum fram undir þetta. Þessir staðir voru áhugaverðir og fyrst og fremst vel þekktir af tveim megin ástæðum (Páll Imsland, 1984). Annars vegar voru þeir staðir þar sem er að finna hin virku jarðfrœði- legu ferli í algleymi, eldvirkni, hvera- virkni, jökulskrið o.fl. Sem dæmi má nefna eldfjöllin Heklu, Dyngjufjöll, Grímsvötn, Kötlu og fjölmörg önnur, 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.