Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 39
Ari Trausti Guðmundsson / Um Islandselda Höfundur svarar gagnrýni Páls Imslands INNGANGUR Bókin íslandseldar (héreftir einnig ATG) uppsker ekki háa einkunn í ritdómi og bókargreiningu Páls Imslands jarð- fræðings í Náttúrufræðingnum (1. hefti 58. árg. 1988, héreftir einnig PI). Peirri niður- stöðu mun höfundur bókarinnar ekki reyna að skáka. Né heldur mun hann reyna að giska á tilgang eða ástæðu rit- dómsins eða jafnvel þekkingu skrifarans. En í skyldri getgátulist reynir Páll Imsland fyrir sér víða í tilskrifi sínu þegar hann ýjar að ótilgreindu áhugasviði höfundar, skiln- ingsleysi hans á eðli alþýðlegra fræðibóka, þekkingarskorti í jarðvísindum eða því sem hann nefnir drifkraft ritstarfa höfund- ar. Vísast er það sjaldgæft að höfundar bóka svari ritdómum um verk sín. Ástæða mín til slíks fráviks frá hefðinni er þessi: Mér finnst umsögn Páls allt of víða ýmist villandi eða röng. Ég mun taka fyrir allmörg atriði úr til- skrifi Páls, rétt eins og Náttúrufræðingur- inn leyfir í einni langri grein. Mörgu verð- ur því miður að sleppa vegna rúmleysis. ÞORVALDUR THORODDSEN - EÐA VAR ÞAÐ JÓNAS? Páll hefur grein sína á því að mótmæla þeirri staðhæfingu forlagsins Vöku-Helga- fells að í bókinni sé í fyrsta sinn fjallað um allar virkar eldstöðvar í landinu með hjálp ljósmynda, korta og skýringarmynda. Hann telur líka að framlag Þorvaldar Thoroddsens sé vanmetið í Islandseldum. Síðar í greininni telur Páll að sama vanmat komi fram þar eð ekki sé oftar en tvisvar vitnað til Þorvaldar í bókinni og hvergi sé rit hans um eldgosasöguna dregið fram í heimildabunkanum. Með þessu sýnist mér Páll gefa í skyn að höfundur íslandselda vilji upphefja sjálfan sig. Að mínu mati er hér vegið á bak með því að spyrða saman ólík rit bæði í tíma og að allri gerð. Rit Þorvaldar er fullbúið fræðirit, byggt bæði á frumathugunum hans og fjölmörgum heimildum. Þess utan er ritsins skilmerkilega getið í formála bókarinnar (ATG) án einkunnar eða væg- is, rétt eins og þegar önnur merk rit eru þar nefnd, t.d. Jökla- og eldrit Sveins Pálssonar. Hitt vita líka margir að Eldfjallasaga Þorvaldar sem hann lauk við 1912 fjallar sannarlega ekki um allar íslenskar eld- stöðvar, heldur einungis þær helstu eins og efnisyfirlit þess rits sýnir best. Tugir eða hundruð sprungueldstöðva eru þar ekki nefndar né heldur allmargar stórar eldstöðvar sem voru óþekktar í upphafi aldarinnar. Auðvitað vantar líka eitthvað af eld- stöðvum í íslandselda. Auðvitað er um- sögn forlagsins á kápusfðu fullhraustleg yf- irlýsing ef fyllstu nákvæmni er gætt. En að hér fari einhver tilraun til þess að upphefja Islandselda á kostnað gamalla (og gegnra) yfirlitsverka er hugarsmíð Páls Imslands. Fullyrðing á bókarkápu stenst sem slík í þeim auglýsingastfl sem alsiða er að forlög noti til að vekja athygli á bókum sínum. Hvað eldfjallasögu Þorvaldar Thorodd- sen áhrærir sem heimildarbanka þá kemur tvennt til. í fyrsta lagi er búið að geta rits- Náttúrufræðingurinn 58 (4), bls. 213-221, 1988. 213

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.