Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 24
Orðið basalt í íslensku Algengasta bergtegund jarðarinnar er basalt. Það er aðalbergið í allri jarðskorpunni undir úthöfunum og á íslandi er um eða yfir 90% bergsins basalt. Á síðustu áratugum hefur at- hygli bergfræðinga beinst mun meir að basalti en áður var og nú mun vart annað berg meir undir smásjánni en basalt. Á áttunda áratugnum birtust í fræðiritum yfir 3500 greinar um rann- sóknir á basalti. En hvaðan er orðið basalt komið? I latínu er til orðmyndin basaltes sem merkir dökkur marmari og er líklega úr máli steinhöggvara. Það orð gæti hafa flust yfir á basalt í Evrópu á síð- miðöldum enda litu menn þá á basalt sem setberg. Uppruni orðsins sem við notum um algengasta berg á jörðinni er sem sagt frekar óljós. Samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans kemur orðið basalt fyrst fyrir á prenti í íslensku árið 1798. Það er í þýðingu í lítilli bók sem út var gef- in að Leirárgörðum og ber titilinn: „Sá guðlega þenkjandi Náttúru-skoð- ari, það er hugleiðing yfir Byggingu heimsins, eður handaverk Guðs á Himni og Jörðu. Ásamt annari hug- leiðingu um Dyggðina. Utdregnar af Ritsöfnum Kammerherra og konúngl. Sagnaritara Péturs Frideriks Súhms, og á íslensku útlagðar af Jóni Jóns- syni, Sóknarpresti til Grundar og Möðruvalla í Eyjafirði“. I annað og þriðja sinn er orðið notað, og nú í fleirtölu, basölt, í tveim frásögnum Magnúsar Stephensens í Klaustur- póstinum árin 1818 og 1822. í fjórða sinn kemur orðið fyrir í 30. árg. Þjóðólfs, árið 1878 og stendur í karl- kyni með greini, basaltinn. Hér er það í ferðasögu og líklega komið úr penna Matthíasar Jochumssonar. Sama ár kom út Steinafrœði og jarðarfrœði Benedikts Gröndal og þar kemur orð- ið fyrir í fyrsta sinn hjá náttúrufræð- ingi. Þorvaldur Thoroddsen notar síð- an orðið víða. í bókum hans kemur það fyrst fyrir í Jarðfræði árið 1889. Síðan má segja að orðið hafi verið í al- mennri notkun sem fagorð. Þegar orðið basalt var fyrst notað í íslensku töldu flestir lærðir menn í Evrópu að þetta dökka, fínkornótta, fremur sjaldgæfa berg á þeim slóðum hefði myndast við útfellingu efna úr sjó sem átti að hafa flætt yfir löndin í miklum flóðum í árdaga. Samkvæmt þessari hugmynd var basalt setberg myndað líkt og kalksteinn, en ekki storkuberg orðið til við kólnun 1000- 1200°C heitrar bergkviku. Óvíst er hvaða orð íslendingar hafa notað um þetta berg á fyrri öldum eða hvort og hve mikil þörf var hér til þess að fjalla um þessa bergtegund með öðrum orðum en hraun, steinar og grjót. Orðið blágrýti er gamalt í mál- inu. í seðlasafni Orðab. Hásk. er elsta dæmið úr Persíusar rímum Guðmund- ar Andréssonar, sem Jakob Bene- diktsson taldi líklegast að væru ortar á milli 1642 og 1646. Þar segir: „Báðir kóngar breyttu mynd, blágrýtis að steini urðu fyrir þá fólsku synd að farga hugðust sveini“. Páll Imsland Náttúrufræðingurinn 58 (4), bls. 198,1988. 198

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.