Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 4
50 NÁTT Ú RU F RÆÐ I N G U RI N N taldar á, að staðið hafi ai: sér ísöldina á Norðurlöndum og víðar. Eftir öðrum leiðum en þeim, sem hér voru farnar, höfðu aðrir grasafræðingar (Iáive & Löve 1956) komist að líkum niðurstöðum um ísaldarstöðu íslen/.kra plantna, þótt skiptar væru skoðanir um nokkrar einstakar tegundir. í ritgerð minni voru alls 107 tegundir gerðar að umtalsefni, sem eftir útbreiðsluháttum þeirra hefðu með meiri eða minni líkum getað lifað af jökultímann hér á landi. Gengið var þar út l'rá nokkrum hópi harðgerðra tegunda, sem talið er víst, að lil'að liafi jökultímann í Skandinavíu, vesturarktískar tegundir, en bætt þar við öðrum þeim, sem líka eða sömu útbreiðslu höfðu í megindráttum, enda þótt allmargar þeirra væru láglend- istegundir, og sumar jafnvel af suðlægari uppruna. En geta má þess, að taldar eru nokkrar líkur um meginþorra þessara plantna, að þær hafi staðizt ísöldina, annað ltvort í Skandinavíu, Græn- landi eða Ameríku. Af þessari kenningu leiðir vitanlega þann mögu- leika, að miklu fleiri tegundir hali getað lifað jökultímann, þótt jrær hafi ekki einangrazt á auðu svæðunum. Gerði ég ráð fyrir, að minnsta kosti helmingur af flóru landsins væri ísaldarflóra, og taldi Jró líklegt, að fulllágt væri reiknað, en ekki skal fjölyrt meira um jrað hér. Eitt hinna margnefndu miðsvæða er Eyjafjarðarsvæðið, eða nán- ar tiltekið svæðið milli Skjálfandaflóa og Bárðardals að austan og til Skagafjarðar að vestan. Ýmsir vísindamenn höfðu á það bent, að nær hvergi á landinu væri eftir landslagi meiri h'kur á, að verið hefðu auðir tindar og ofanverðar hlíðar á jökultíma. Fjöll eru há og brött allt út til hafs, og allt fjalllendið mun hærra en miðhá- lendið að baki jress. Á Jressu svæði hafði líka fundizt óvenjulega margt miðsvæðaplantnanna, og einnig var Ijóst, að vaxtarstaðir þeirra voru margir mjög dreifðir um héraðið og langt á milli. Árið 1959 birti dr. Trausti Einarsson ritgerð „Studies of tlie Pleistoeene in Eyjafjörður." Ræðir hann þar jarðmyndanir og land- slagsmótun við Eyjafjörð á síðtertiærum tíma og ísöld. í ritgerð jressari sýnir hann fram á með svo víðtækum rannsóknum, að naurn- ast verður vélengt, að býsna stór svæði, samfelldar hlíðar, fjallhrygg- ir og einstakir hnúkar við Eyjafjörð liafa verið íslaus, þegar jöklar ísaldar náðu hámarki sínu. Gerir hann þar glögga grein fyrir jtykkt meginjökulsins út eftir héraðinu. I>á leiðir hann og rök að jrví, að á síðasta ísaldarskeiði hafi auðu svæðin verið enn stærri og margir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.