Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 5

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 5
NÁTT Ú R U F R Æ ÐIN G U RINN 51 hliðardalir verið jökullausir, jafnframt því, senr meginjökullinn var þynnri. Sýnir hann hin auðu svæði á uppdrætti. (1. mynd). Þegar þessi ritgerð barst mér í hendur, var prentun hafin á áð- urnefndri ritgerð minni, svo að ég sá mér ekki fært, að taka rann- sóknir Trausta til athugunar, enda þótt þar kæmu fram fyrstu óhrekjanlegu sannanirnar fyrir auðum svæðum á jökultíma hér á landi. Var mér og þegar ljóst, að betur færi á, að gera því efni skil í sérstakri ritgerð. Eins og uppdráttur Trausta sýnir, hafa margar eyjar staðið upp úr jöklinum. Þegar nú einnig var kunnugt, að vaxtarstaðir alls þorra miðsvæðaplantnanna eru dreifðir um héraðið, og oft langt á milli þeirra, hlaut það að verða viðfangsefnið að leita eftir, hvort sam- hengi væri milli þeirra og „jökuleyjanna".1) Ef ekkert eða mjög óljóst samband fyndist þar á milli, rnátti segja, að kenningin um ísaldarstöðu plantna þessara biði verulegan hnekki. En kæmi hins- vegar í ljós, að óvefengjanlegt samband væri milli útbreiðslu mið- svæðaplantnanna og jökuleyjanna var styrkri stoð rennt undir nefnda kenningu. Það, sem raunar gerði þessa athugun kleifa fyrir- varah'tið, var að Eyjafjarðar svæðið er betur kannað grasafræðilega og meira um flóru héraðsins ritað en nokkurs annars svo víðlends landshluta. Má því ólíklegt teljast, að eyður þær, sem finnast í út- breiðslu einstakra tegunda innan liéraðs verði raktar til ónógra rannsókna á útbreiðslu þeirra. Gróðurrannsóknir við Eyjafjörð. Mér þykir hlýða, að gefa hér stutt yfirlit um þær gróðurrannsókn- ir, sem gerðar hafa verið á þessu svæði. Það skal fram tekið, að í þessari ritgerð er einungis miðað við þann hluta Eyjafjarðarsvæð- isins, sem ritgerð Trausta fjallar um, að viðbættum norðurhluta Fljóta. Skagafjarðarmegin í fjallgarðinum vantar bæði gróðtir- og jarðfræðirannsóknir, svo að sambærilegt sé við austurhlutann. Fyrstu víðtæku gróðurrannsóknirnar við Eyjafjörð gerði Stefán Stefánsson á árunum 1888—1896. Fór hann alls 4 rannsóknarferð- ir um mestan hluta héraðsins vestur í Fljót og norður til Flateyj- ardals og Fjarða að austan. Fór hann og víða um fjöll og afdali 1) Hér og annars staðar í þessari ritgerð kalla ég hin auðu svæði (1. mynd) jökuleyjar eða einuugis „eyjar.“

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.