Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 6
NÁTTÚRUFR Æ ÐINGURINN 52 Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Þess er og vert að minnast, að hann dvaldist í héraðinu alla starfsævi sína og leit árlega eftir gróðri eftir því sem tækifæri gáfust. (St. Std. 1963). Ólafur Davíðsson fór víða um héraðið á árunum 1897—1902, einkum vestan megin ljarðarins og allt vestur í Fljót, þar sem hann dvaldist við gróðurrannsóknir um skeið. Ingimar Óskarsson ólst upp í Svarfaðardal, og var þaulkunnug- ur gróðri þar frá barnæsku. Síðar fór hann margar rannsóknarferð- ir um mestan hluta héraðsins báðum megin fjarðar á árunum kringum 1930. Síðar hefur hann einnig ferðast um í sömu erind- um, og meðan hann átti heima við Eyjafjörð leit hann eftir gróðri, hvenær sem færi gafst. Hefur hann skrifað nokkrar ritgerðir um Flóru Fyjafjarðar, sbr. ritaskrá. Ingólfur Davíðsson er einnig alinn upp í héraðinu og hefur víða kannað gróður þar, einkum í heimabyggð sinni á Árskógsströnd. Helgi Jónasson á Gvendarstöðum hefur kannað gróður til hlítar um Köldukinn og Kinnarfjöll og farið víða um austurhluta svæð- isins að Eyjafirði. Ymsir grasafræðingar aðrir hafa kannað gróður við Eyjafjörð, þótt ekki hafi verið um beinar rannsóknarferðir um héraðið að ræða. Má þar nefna Áskel Löve, Danina Chr. Grönlund og Johannes Gröntved og Norðmanninn Johannes Lid, auk ýmissa annarra, sem ég kann ekki að nefna. Mjög margir nemendur Stefáns skólameistara voru áhugasamir um gróðurrannsóknir og söfnuðu plöntum ekki sízt við Eyjafjörð, má af þeim nefna: Davíð Sigurðsson, Jón Rögnvaldsson og Svein- björn Jónsson. Nokkurra fleiri er getið í 2. útgáfu af Flóru íslands. Þá hef ég farið víða um héraðið og kannað gróður þess, auk þess, sem ég hef dvalizt þar alla æfi. Hinsvegar hef ég ekki tekið hérað- ið til sérstakrar rannsóknar vegna þess, að þegar ég hóf gróðurrann- sóknir um 1930 hafði Ingimar Óskarsson tekið að fást við rannsókn á flóru Eyjafjarðar, og mér þóttu önnur verkefni liggja nær en troða mér inn á rannsóknasvið annars manns. Loks könnuðu grasafræðistúdentarnir Helgi Hallgrímsson og Hörður Kristinsson fjallagróður við Eyjafjörð s. I. sumar og fóru þá mjög vítt um héraðið. Létu þeir mér í té margar mjög mikil- vægar upplýsingar, einkum urn hæðamörk tegunda, sem mjög skorti þekkingu á áður. Kann ég þeim beztu þakkir fyrir. Af þessu yfir-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.