Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 9
N A T T Ú R U F RÆ Ð I N G U RI N N 17. Lönguhlíðarfjall, 855 m. Jökulmörk um 800 m. T. 5. H. 3. L 2. 18. Hnjúkar vestan Hörgárdals frá Skriðudal inn að Flögusels- hnjúk? Hæð 1050-1350. Jökulmörk um 800-1000 m. T 4. H 3. L 1. 10. Fjöll milli Hörgárdals og Öxnadals. Hæð 1100—1200 m. Jökulmörk um 1000 m. Hér tek ég með Kinnaljall sunnan Öxna- dalsheiðar 1110 m. Þótt það sé að vísu ekki merkt á korti, en svo er um fleiri fjöll í þessum klasa. T 10. H 8. L 2. 20. Vindheimajökull og umhverfi milli Hörgárdals og Krækl- ingahlíðar. Hæð 912—1471 m. Jökulmörk 800 — um 1050 m. T 18. H 10. L 8. 21. Súlur og Kerling milli Glerárdals og Eyjafjarðar. Hæð 1050— 1538 m. Jökulmörk 950-1050 m. T 21. H 12. L 9. 22. Möðrufellsfjall, 1441 nr. Jökulmörk um 1100 m. T 1. L 1. 23. Fjöll umhverfis Djúpadal í Eyjafirði yfir til Öxnadals. Hæð um 1200-1343 m. Jökulmörk 1150—Í200 m. T 0. Jökulmörk eru hér miðuð við hæð meginjökuls Eyjafjarðar, eins og hæðalínur á kortinu á 1. mynd sýna. Þau gætu ef til vill verið önnur og þá sennilega heldur lægri í Hörgárdal og Svarfaðardal, af því minni landjökull er Jrar að baki. Þá vil ég benda á, að í Torfu- fellsfjalllendinu í Eyjafirði finnast nokkrar miðsvæðisplöntur. Torfufellið er 1241 m. svo að ckki er ósennilegt, að þar gæti hafa verið um jökuleyju að ræða. Fyrir norðan Ólafsfjörð tilgreinir Trausti engar jökuleyjar, en segir um það svæði í heild, að vafa- laust hafi Jrar verið fjöldi smájökuleyja (nunataks), þótt hann hafi ekki gert tilraun til að sýna Jrær á uppdrætti (Einarsson 1959 bls. 14). Áður eða 1942 takli hann líkur fyrir hinu sama um Fljótin, enda bendir landslag ótvírætt í Jrá átt. M iðsvæðisplöntur Eyjafjarðar. Eyjafjarðarsvæðið er tiltölulega fjölskrúðugt að gróðri, enda er það víðáttumikið og landslag og gróðurskilyrði fjölbreytileg. í ,,Há- plöntuflóru Eyjafjarðar" (Óskarsson 1949) eru taldar 338 tegundir auk fjölda slæðinga, en sleppt er fíflunr og undafíflum. Sú Flóra nær þó ekki lengra austur en á strandlengjuna með Eyjafirði. Síðar hafa nokkrar tegundir bætzt við á þessu svæði, og eins eru fáeinar teg- undir á austurhluta Jress, sem þarna eru ekki taldar með. Alls má því ætla, að á svæði Jrví, sem um ræðir í þessari ritgerð, vaxi 350—360 tegundir háplantna, auk áður talinna ættkvísla og slæð-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.