Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 21
NÁT T Ú R U F RÆ ÐINGURINN 67 Ennfremtir austur uni Akureyrarhólma og nyrzt í Kaupangssveit. Á þessu svæði er útbreiðslan samfelld og í nánum tengslum við eyjasvæðin 16, 20—21. Ófund- inn utan Jressa svæðis. 38. Kræklurót (Corallorhizn trifida) (0—300 m). Víða um allt héraðið. 39. -42. Loks eru 4 tegundir, sem erfitt er að draga ályktanir frá, meðal annars vegna ]>ess, að nafngreining einnar þeirrar, dökkhæru (Luzula sudetica), er vafasöm. Bláhveiti (Roegneria borealis var. islandica) breið- ist út meðfram ám, en hefur tæpast fundizt ciðruvísi 1 liéraðinu. Hinsvegar benda vaxtarstaðir Jress í Skagafirði ótvírætt til tengsla við auð svæði. K jarr- h v e i t i (Roegneria canina) hefur fundizt í Leyningshöíjim, Sörlatungu og Mciðruvöllum í Hörgárdal. Tveir síðari staðirnir eru í nánd við eyjarnar 16 og 17, og Leyningshólar eru skógarsvæði, þar sem tegundin gæti verið innflutt á síðari árum, þótt ég telji líklegra, að hún sé þar sem gamlar leifar miklu víð- ari útbreiðslu. Og loks er það Stefánshveitið (R. doniana v. Stefans- sonii) frá Stóruvöllum í Bárðardal, sem að vísu er í námunda við eyju 6. Ég lief sleppt öllum 7foegne)7>/-1egun(1 ununí vegna Jress, hve nafngreining a. m. k. bláhveitis og Stefánshveitis er enn óviss frá ýmsum stöðum. Mætti þannig Stefánshveitið vera mun algengara en fundarstaðir þess benda enn til. En raun- ar eru fáar tegundir líklegri til að hafa lifað af jökultímann. Láglendistegundir jrær, sem til miðsvæðisplantnanna heyra, eru 42 alls. Samanburður á útbreiðslusvæðum þeirra er nokkru örðugri en með fjallaplönturnar, sem vaxa beinlínis á svæðum þeim, er alltaf hafa verið jcikullaus. Láglendisplönturnar hafa leitað niður frá þessum svæðum, hafi jrær vaxið þar fyrrttm. Þegar rætt er lrér um eyjasvæði í sambandi við þær, er átt við hlíðar jreirra fjalla, sem auðu svæðin eru á. Verður Jiví samanburðurinn við jrau svæði og hin, sem engin bein tengsli Jtafa við jökuleyjarnar. Mér virðist nokkurnveginn augljóst, ef sýnt verður, að plcintur jressar vaxi eink- um í nánum tengslum við jökuleyjarnar, þá sé sennilegra, að þær liafi dreifzt þaðan, heldur en að þær hafi borizt til héraðsins með öðrum hætti og valið sér bólfestu á þessum stöðum frernur öðrum. F.ftir útbreiðsluháttum má flokka Jáglendisplönturnar í þrjá flokka. í fyrsta flokki eru Jrær tegundir, sem aðallega finnast á dreifðum fundarstöðum og samfelld útbreiðsla er engin eða lítil, þær eru 27 alls, og fundarstaðir Jreina allra 185. Af Jreirn eru 49 eða rúm 26% utan þeirra svæða, sem talizt gætu til eyja, en við það er þó að athuga, að 18 Jreirra eru á svæðinu Ólafsfjörður til Fljóta, 6 eru í Kaupangssveit og 4 í Hörgárdal svo nærri eyjasvæðum, að vel mætti telja þá fundarstaði þar til. Af þeim fundarstöðum, sem fjar- lægastir eru eyjasvæðunum, eru 3 í Vaðlaheiði og Svalbarðsströnd

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.