Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 22
68 N Á TT ÍJ R U F RÆ Ð IN G U RI N N og 6 í fram-Eyjafirði og 2 í Hrísey. Eru þá aðeins 11 fundarstaðir neikvæðir. í öðrum flokki eru tegundir, sem algengar eru um útsveitir hér- aðsins en ófundnar eða sárasjaldgæfar, er innar dregur. Þær eru alls 5 að tölu. Vera má að útbreiðsla þeirra standi að einhverju leyti í sambandi við loftslag, og þar sé um að ræða tegundir, sem einkum sækist eftir haflofti. En hinu verður ekki neitað, að ylirleitt hafa láglendistegundirnar meiri útbreiðslu að tiltölu um norðanvert svæðið en fjallaplönturnar, og væri ekki fráleitt að hugsa sér það vegna þess, að auðu svæðin náðu á jökultíma miklu nær sjó á út- skögunum en inn í héraði. í þriðja flokki eru tegundir með samfelldu útlrreiðslusvæði ná- lægt miðju héraði. Af þeim er engjavöndur (Gentiana detonsa) strjálastur. Hin samfelldu vaxtarsvæði hans eru einungis á Ár- skógsströnd og við Hörgá báðum megin, nokkra kílómetra upp frá ósunum, og á litlu svæði við fjarðarbotninn. Allt er þetta í nánum tengslum við jökuleyjarnar, en utan þeirra svæði finnst hann aðeins við Hólavatn í F.yjafirði og í Hrísey. Villilín (Linum catharticum) er aigengt á Látraströnd (1) og síðan um miðhéraðið frá neðan- verðum Hörgárdal og Möðruvallasókn og inn um neðanveiðan Eyjafjörð, allt í nánum tengslum við eyjarnar 8 16—17 og 20—21. Einu fundarstaðirnir, sem eru utan þessa svæðis, eru svo nærri því, að vel getur verið um samfellda útbreiðslu að ræða. Loks er Maríulykill (Primula stricta), sem vex á samfelldu svæði frá því skammt utan við Hörgárósa og síðan inn með firðinum, inn fyrir fjarðarbotninn, yfir í Kaupangssveit og lítið eitt inn með Eyja- ljarðará. Hann vex þannig við hlíðafætur eyjanna 16, 20 og 21. Annars skal jrað fram tekið, að ef kunnugt væri, að Maríulykill hefði nokkurs staðar tilhneigingu til að dreifast með mönnum, væri hann sú tegund af miðsvæðapliintum Eyjafjarðar, sem ég gæti helzt grunað í því efni. Um 5 síðustu tegundirnar, 38—42, er áður rætt, og skal Jrað ekki endurtekið. I stuttu máli sagt er útkoman af Jjessum athugunum sú, að miklu flestar hinna 77 miðsvæðategunda, sem fundizt hafa í Eyjafirði, sýna svo óumdeilanleg tengsli við jökuleyjarnar, að ólíklega gæti verið um hendingu eina að ræða. Einkum Jrykir mér tvennt athyglisvert í þessu sambandi. Eftir að kemur inn fyrir Kerlingu í Eyjafirði, og eyjarnar taka að verða Ireði fáar og strjálar,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.