Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 24

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 24
70 N Á T TIJ R U F RÆ ÐI N G U RI N N viðfangsefni til meðferðar, og kemst að þeirri niðurstöðu, að flutn- ingur plantna til landsins eftir jökultíma sé sennilegri en ísaldar- staða þeirra, sem hann telur ósennilega eða hafi alls ekki átt sér stað. Vitanlega neitar enginn maður möguleikum plantna á að dreifast um langleiðir, þótt yfir höf sé að fara. Og ísaldarstaða plantna hér á landi afsannar ekkert í þeim efnum. Meira að segja er ekki fráleitt að hugsa sér, að sömu tegundirnar, sem finnast hér á miðsvæðum, og benda þannig á ísaldarstöðu þeirra þar, hafi einnig getað borizt síðar til landsins, og eitthvað hinna strjálu fundarstaða utan mið- svæðanna eigi rót sína að rekja til þessa. En Sturla hefur ekki tekið tillit til ritgerðar Trausta Einarssonar, sem raunverulega skapar ný viðhorf í málinu. Rökin fyrir ísaldarstöðu plantna hér á landi hafa einkum verið tvenn, annars vegar hin sérkennilega útbreiðsla margra tegunda, sem ég hefi kallað miðsvæðaplöntur, og hinsvegar sérstök íslenzk af- brigði, og hefir dr. Áskell Löve rakið þann þátt. Sturla Friðriksson leitast við að færa rök að flutningi plantna yfir hafið. Telur hann m. a. rök fyrir flutningi með hafstraumum, að ýmsar miðsvæðaplöntur og sennilega fleiri vaxi aðallega við hin fornu sjávarmörk. Telur hann fram þrjár þeirra: köldugras (Poly- podium vulgare), klettafrú (Saxifraga colyledon) og sjöstjörnu (Tri- entalis europea). Því miður liggja ekki kerfisbundnar rannsóknir fyrir um útbreiðslu tegunda í grennd við hin fornu sjávarmörk, og er vissulega rannsóknarefni, en þau dæmi, sem Sturla velur, sanna lítið í þessum efnum. Um klettafrúna skal ég ekkert fullyrða. Sjö- stjarnan, sem vex mjög víða um Austurland, er að jrví mér bezt er kunnugt engan veginn nátengdari hæð hinna fornu sjávarmarka en öðrum stöðum um neðanverðar hlíðar. Hinn einstaki fundarstað- ur við Þjórsárholt, sem ef til vill er vafasamur, sannar ekkert í þessu efni, enda gæti tegundin hafa flutzt þangað með mönnum, eins og víst er t. d. um aðra austfirzka tegund, bláklukkuna, en mjög marg- ir fundarstaðir hennar utan Austurlands eru sýnilega vegna mann- flutninga. Enn síður er köldugrasið bundið við sjávarmörkin fornu. Þannig eru fundarstaðir jaess í Svarfaðardal 100—300 m yfir sjó (Óskarsson 1937), en við Dalvík eru sjávarmörk talin vera í rúm- lega 10 m hæð (Einarsson 1959, bls. 15). Svipað mun koma í ljós um hina fundarstaðina á Iíyjafjarðarsvæðinu. En þótt svo reyndist, að miðsvæðategundir yxu fremur öðru við sjávarmörkin fornu, gæti

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.