Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 27
N Á TTÚ R U F RÆÐINGURIN N
73
hagastör (Carex pulicaris) mun vera allt að því eins algeng vestan-
lands, og dúnhulstrastör (C. pilulifera) bæði á allmörgum stöðum
á miðsvæðum vestra og á Eyjafjarðarsvæðinu. Þá má og benda á í
því sambandi, að ein austræn tegund, krossjurt (Melampyrum silva-
ticum), vex allvíða á Vestfjörðum en aðeins á einum stað á Aust-
fjörðum. Þá er og hinn eini tilgreindi fundarstaður ameríska af-
brigðisins af þúsundblaðarós (Athyrium alpestre) á Austurlandi.
En ef nákvæm rannsókn þessa atriðis skyldi leiða í ljós, að staðhæf-
ing Sturlu sé rétt, þá gæti manni flogið í hug, að Austfirðir eru sá
landshluti, sem næstur er hinni hugsanlegu landbrú yfir til Evrópu,
og haf'a alltaf legið næstir í leið þeirra tegunda, sem þaðan eru
komnar. Og er þá fjarri að hugsa sér, að hinar austrænu tegundir
séu leifar hinnar fornu sameiginlegu flóru íslands og norðvestur-
Evrópu?
Af láglendispliintum Eyjafjarðarsvæðisins, sem vaxa utan þess,
nefnir Sturla villihveiti (Agropyron), mýraber (Oxycoccus micro-
carpus), ferlaufasmára (Paris quadrifolia) og sóldcigg (Drosera rot-
undifolia). Að vísu eru meginheimkynni tveggja hinna síðasttiildu
talin vera á Vestfjarðasvæðinu, og ferlaufasmárinn einungis í ná-
grenni Eyjafjarðarsvæðisins, en slíkt skiptir að vísu ekki miklu
máli, þótt skemmtilegra hefði verið að staðfæra þær rétt. Og sól-
döggin vex við Eyjafjörð. En þótt þessar tegundir vaxi einnig utan
miðsvæða, eru þær samt svo nátengdar þeim, að tæplega getur hend-
ing ein ráðið því. Og í greinargerð minni um ísaldarplöntur Eyja-
fjarðar er sýnt, hversu nátengdir vaxtarstaðir mýrberjalyngsins og
sóldaggarinnar eru hinum auðu fjallasvæðum, að ekki verður um
samhengið villzt.
Sturla segir, að ýmsar af miðsvæðategundum Austfjarða geti ver-
ið slæðingar úr görðum. Mér er ekki kunnugt um nokkra þá teg-
und, sem talin er miðsvæðategund í ritgerð minni 1962, sem flutt
liafi verið inn til ræktunar í görðum og gæti af þeim sökum verið
slæðingur þaðan, hvorki á Austurlandi né annars staðar.
Um þær hlýviðrisplöntur, sem Sturla telur einkenna Mýrdals-
svæðið, þ. e. loðgresi (Holcus lanatus), hávingul (Festuca pratensis)
og ginhafra (Arrhenatherum elatius), er skýrt tekið fram í ritgerð
minni, að þær muni vera fluttar til landsins með mönnum, þótt ég
hinsvegar neiti ekki flutningi hinna síðartöldu með fuglum. Þær
gera því hvorki að sanna né afsanna miðsvæðakenninguna, þótt þær