Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 31

Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 31
N Á'T'T Ú R U F R Æ ÐIN G U R1 N N 77 Jón Jónsson: Magnús Stephensen og rannsóknir hans á Skaftáreldum Á seinni hluta 18. aldar gengu yfir íslenzku þjóðina meiri hörm- ungar en nokkru sinni íyrr eða síðar, og sennilega hefur hún aldrei verið eins nærri því að líða undir lok og þá. Skaftáreldarnir og af- leiðingar þeirra, oft nefnt einu nafni Móðuharðindin, þrengdu svo að þjóðinni að áhrifin voru greinileg í meira en 100 ár. Þrátt fyrir þetta er síðari hluti aldarinnar um ýrnsa hluti merki- legt tímabil og ekki þá hvað sízt í sögu íslenzkra náttúruvísinda. Þá má segja, að í fyrsta sinn séu skipulagðar ferðir gagngert til þess að rannsaka náttúru landsins eða einstök náttúrufræðileg fyrir- brigði. í þessu sambandi nægir að minna á ferðir þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1752—1757, og í lok aldarinnar Svein Pálsson (1762—1840), sem ber höfuð og herðar yfir alla ís- lenzka náttúrufræðinga f’yrir daga Þorvaldar Thoroddsen. Meðal Jteirra manna, sem á seinni hluta aldarinnar tóku virk- an þátt í rannsóknum á náttúru landsins, er einn, sem oft gleyrn- ist, sennilega ekki hvað sízt einmitt vegna Jress, hve mikilvirkur hann var á öðrum sviðum. Þessi maður er Magnús Stephensen. Þann 21. des. 1962 voru liðin 200 ár frá fæðingu þessa merka manns. Um ævi hans og störf hefur svo margt verið ritað í því til- efni að ekki skal út í Jjað farið hér, en Jjess eins getið, sem varðar rannsóknir á mesta hraungosi, sem sagan getur um, gosinu á Síðumannaafrétti 1783, Skaftáreldunum. Með skipum þeim, sem komu til Kaupmannahafnar af íslandi haustið 1783, bárust þangað fyrstu fregnir af gosinu, sent hófst 8. júní Jtað sama sumar. Vafalaust hafa þær um margt verið harla óljósar, en þó er svo að sjá sem stjórnarvöldin hafi Jregar gert sér ljóst, að hér væri um að ræða náttúruhamfarir svo miklar og sem hafa myndu svo víðtæk áhrif á land og þjóð, að ekki mætti

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.