Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 35
N A T T Ú R U F R Æ ÐINGURINN
81
2. mynd. Kort Magnúsar Stephensen ai' Skaftáreldahrauni.
ari leið reynir hann að gera sér grein fyrir stærð og útbreiðslu
hins nýja hrauns að fjallabaki, en fer þá af eðiilegum ástæðum
mjög villt, þar sem hann sá hraunið aðeins frá einni hlið, enda
gerir hann það mjög mikiu minna en það er í raun og veru. Frá
hrauninu héldu þeir félagar svo austur með Geirlandshrauni að
norðan og aftur ofan í byggð.
Allt hið mikla hraun lxeði í byggð og að fjallabaki reynir
Magnús að sýna á korti, (2. mynd), og þrátt fyrir rnargar grófar
villur, verður það að teljast hið merkilegasta, þegar liaft er í huga,
að hér er að verki aðeins liðlega tvítugur unglingur, sem hafði
ekki fengið neina þjálfun í slíkri vinnu né notið verulegrar mennt-