Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 36
82
NÁT TÚRUF RÆÐINGURINN
unar á þessu sviði. Að Magnús liafi verið mikill áhugamaður um
náttúrufræði, er alveg ótvírætt, og það hefur vafalaust ekki verið
nein tilviljun, að hann var til þess valinn að fara þessa för.
Svo aftur sé vikið að korti Magnúsar af Skaftáreldahraununum,
þá er það m. a. eitt, sem vekur athygli öðru fremur og væntanlega
kemur nútíma lesendum nokkuð á óvart, en það er, hversu mikið
er þar sýnt af vatni, tjörnum og lónum víðs vegar í hrauninu að-
allega þó í byggð. Vafalaust á þetta við rök að styðjast enda gert
af sjónarvotti. Fyrirbrigðið byggist hins vegar án efa á þeirri stað-
reynd, að ár þær og lækir, sem hraunið hafði stíflað eða flæmt úr
hinum fornu farvegum þeirra, voru ekki búin að finna nýja far-
vegi, heldur lónuðu uppi í hinu nýja hrauni víðs vegar og mynd-
uðu þar tjarnir og lón. Er tímar liðu hraktist þetta vatn svo fram
um undirgöng og kom loks fram við hraunröndina sem I jöldi tærra,
kaldra lækja. Þegar stórárnar höfðu borið nægan sand og leir í
hraunið, tók lækjunum litlu að fækka, og nú sjást aðeins farvegir
flestra þeirra eftir. Fyrst þegar hraunið hefur að mestu fyllst af
framburði jökulánna, taka þær að grafa sig niður í það og fá fyrst
þá fasta farvegi. Þessi starfsemi er ennþá í fullum gangi í Skaft-
áreldahrauni.
Ekki er mér kunnugt um, livort Magnús hali haft eittlivert
kort fyrir sér, er hann gerði uppdrátt sinn af hraununum, eða
hvaða kort það kann að hafa verið. Þess er ekki getið í riti hans.
Þó mætti vera, að hann hefði notað kort Sæmundar Hólm yfir
hluta af suðurströnd íslands, en það er teiknað 1777. Upptök Skaft-
ár eru sýnd á svipaðan hátt á báðum þessum kortum. Hvað sem
því við víkur, verður kortið að teljast furðu nærri lagi, sérstaklega
þegar um er að ræða útbreiðslu hraunanna í byggð. Stingur það
rnjög í stúf við kort Sæmundar Hólm af hraununum, enda er það
kort skrifborðsvinna gerð í Kaupmannahöfn, af manni, sem ekki
liafði séð hraunin, en aðeins var vel kunnugur á þessum slóðum.
Nokkrum sinnum reyndi Magnús að bora í liið nýja hraun, en sem
vænta mátti varð að því lítill árangur. Sýnishorn tók hann nokkur,
bæði af hrauninu sjálfu og eins af útiellingum í því. Þessi sýnis-
liorn voru efnagreind í Kaupmannahöfn, og er það líklega fyrsta
efnagreining, sem gerð liefur verið á íslen/.ku hrauni, þó ekki full-
nægi hún nútímakröfum. Rit Magnúsar er ekki mikið að vöxtum.
Það er lítið kver, aðeins 148 síður í litlu broti. Að sjálfsögðu er