Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 83 mikið af efni þess sótt til annarra, sem vorn á þessum slóðum með- an á gosinu stóð, og líklega er verulegur hluti kaflans um gosið sjállt og gang þess sóttur til Jóns prófasts Steingrímssonar, þó ekki sé þess getið. Þrátt fyrir allt er rit Magnúsar hið merkilegasta og kort hans af hraununum merkilega nærri lagi. Mjög að verðleikunt hefur Magnús Stephensen verið lofaður fyrir störf sín að opinberum málum, en hann á að minni hyggju ekki síður lof skilið fyrir sín náttúrufræðilegu störf, þó ekki séu þau mikil að vöxtum. Meðal þeirra er hið litla rit hans „Kort Be- skrivelse over clen nye Vulcans Ildsprudning i Vester Skaptafields- Syssel pá Island í Aaret 1783“ hið merkilegasta. Það er því full ástæða til að minnast þess m't, er liðin eru rúm 200 ár frá fæðingu höfundarins. Sturln Friðriksson: Um aðflutning lífvera til Surtseyjar Hin nýja eyja, Surtsey, er nú orðin yfir 1 km- að flatarmáli, og er þar landslag með ýmsu svipmóti, fjöllum, hrauni, söndum og fjörukambi. Fyrirsjáanlegt þótti, að líf myndi hefja innrás sína á eyna og stofna þar til varanlegs landnáms. Skapaðist því einstök aðstaða, til þess að kynnast því, hvernig landnámi þessa lífs væri háttað. Landnám lífs á Surtsey má að nokkru leyti bera satnan við land- nám lífs á Krakatoa í Austur-Indíum. Gosið 1883 gjörevddi þar öllu lífi, dýrum og jurtum. Náttúrulræðingur, sem rannsakaði eyna 9 mánuðum seinna, fann þar aðeins eina könguló, sem hafði senni- lega borizt þangað á vefjarjiræði. Fjarlægðin til lands, sem var ósnortið af eyðingu eldgossins, var um 40 km, en í 20 km fjarlægð var önnur eyja, og þar hafði öskufall einnig eytt cillti lífi. Þremur árum eftir að gosið hófst, skoðaði hollenzkur grasafræðingur eyna og fann þar margar strandjurtir niður við flæðarmál, en innar á eynni uxu grös og burknar. Tíu árum seinna var eyjan alþakin

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.