Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 38

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 38
84 NÁTTÚRUFRÆÐINGURI NN gróðri, lauftrjám, pálmum, sykurreyr, orkídeum o. fl. Óvíða ann- ars staðar hefur verið unnt að fylgjast með landnámi lífs á ör- dauða eylendi. Nýsköpun Snrtseyjar er því svo einstakt náttúrufyrirbrigði, að hér er um alþjóðlegt áhugamál að ræða. Þótti því nauðsynlegt, að kanna landnám lífsins á eynni frá upphafi, en líf getur ýmist flutzt með eigin afli eða borizt af öðrum ástæðum til eyjarinnar. Þannig mun maðurinn sennilega óhjákvæmilega verða valdur að einhverjum aðflutningi, jrótt æskilegt væri, að þau áhrif væru tak- mörkuð að ýtrasta megni. Fuglar komast til eyjarinnar af eigin rammleik og einnig hugs- anlega sum fljúgandi skordýr. Aðflutningur lífvera, sem ekki geta flutzt með eigin afli, getur verið með fuglum, með loftstraumum eða af sjó. Eðlilegt er að álíta, að flutningur þess lífs komi til eyjarinnar fyrst og fremst frá íslandi, og þá einna helzt frá Vestmannaeyjum. Er Geirfuglasker næst Surtsey í um 5.5 km fjarlægð. Þar er hins vegar mjög lítið um æðri jurtir. Heimaey er aftur á móti gróður- sæl og er í rúmlega 20 km fjarlægð frá Surtsey. Vegalengdin frá Surtsey að meginlandinu er yfir 30 km. Gróður Vestmannaeyja er að mörgu leyti sérstæður og frábrugð- inn gróðri meginlandsins og jafnframt er gróður einstakra eyja misjafn (Baldur johnsen, Visindafélag íslendinga, 22, 1939). Vegna hinna mismunandi vaxtarstaða ætti að vera unnt að ákveða, hver sé hin skemmsta vegalengd, sem einstakar tegundir hafa þurft að flytjast um, til þess að berast til Surtseyjar. Enda þótt mestar líkur séu fyrir því, að lífverur berist til eyjar- innar frá öðrum svæðum hér á landi, getur þó verið um bein- an flutning frá Evrópu að ræða. Vegna þessa möguleika þótti með- al annars æskilegt að hefja athuganir á eynni strax á þessu vori. Surtsey er nú syðsti hluti landsins, og mætti ætla, að þar hefðu vorfuglar fyrst viðkomu eftir flugið yfir úthafið. Kann að vera, að einhver aðflutningur sé með þessum fuglum. F.r ef til vill einmitt á Surtsey unnt að sýna fram á þátt fugla í aðflutningi tegunda milli landa, með því að rannsaka farfugla eða úrgang j)eirra áður en þeir hafa komizt í snertingu við hérlendar lífverur. Þegar frá líður munu fuglar efalaust einnig bera lífverur lrá Islandi til eyjarinnar.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.