Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 39
N Á1’ T Ú R U F RÆ «I N G U RI N N 85 Sviflétt skordýr, gró og fræ geta borizt til eyjarinnar xneð loft- straumum, og er jafnvel unnt að geta sér til um, hvaðan þessar lífverur hafa borizt, með því að fylgjast með veðurkortunr og kanna ríkjandi vindátt. Alls konar reki berst að ströndum eyjarinnar og fylgja honum smærri dýr og jurtir eða jurtahlutar, sem efalaust geta hafið land- nám á eynni. Skal nú skýrt frá fyrstu athugunum, sem gerðar voru á land- lífverum á Surtsey. Fyrstu athuganir. Hinn 1. desember 1963 sáust máfar sitja á eynni milli goshrin- anna, en það var 16 dögum eftir að hún reis úr sjó. Hinn 16. apríl sást hópur af skógarþröstum á vestanverðri eynni. Fimmtudaginn 14. maí voru gerðar athuganir á því, hvaða land- lífverur hefðu borizt til eyjarinnar. Af fuglunr sáust: Lóuþræll . . . Tjaldur...... Rita ........ Snjótittlingur 2 fuglar 7 fuglar margir fuglar 1 fugi Miðsvæðis á sandinum voru tvær dauðar ritur, og skammt þar frá var eina skordýrið, sem fannst á eynni. Það var ein fluga á flögri, sem var handsömuð í háf og tekin til greiningar. Ákvarðaði Geir Gígja skordýrafræðingur síðar, að um rykmý (Culex sp.) væri að ræða. Búizt var við, að einhverjar æðri plöntur kynnu að hafa borizt til eyjarinnar af sj(i. 1 því augnamiði var gengið á fjörur og rek- jnn kannaður. Mestur var rekinn norðanvert á eynni á sandinum vestan frá lóninu að hraunjaðrinum, en lítill reki fannst austan við lónið. í rekanum voru mest sprek, kefli, fjalir og hlutir af veiðarfærum, flöskur og dósir, en auk þess nokkrar slitrur úr blöðru- þangi og grænþörungum. Vikurhrannir höfðu borizt ttpp í fjöru- borðið á stöku stað og með þessum vikri bafði einnig rekið dreif af strábútum, sem voru mest megnis brot af melstöngum (Elymus arenarius) og hrossanál (Juncus balticus). í þessari dreif fundust 7 fræ af þremur plöntutegundum:

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.