Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 40
86
NÁTT Ú RU FRÆÐ I N G U RIN N
Melur (Elyrnus arenarius)............................ 5 fræ
Hvönn (Angelica archangelica, sennilega var. litorulis) 1 fræ
Fjörukál (Cakile edentula)........................... 1 fræ
Á einum stað í flæðarmálinu hafði skolað upp einni lifandi jurt
með rót og grænum blöðum, sem reyndist vera baldursbrá (Matri-
caria maritima). Ekki hafði þessi planta þó fest rætur. Nokkru frá
var lifandi stöngulendi af burnirót
1. mynd. Fræ rekin á Surtseyjarfjörur, af
mel, hvönn og fjörukáli. The first drifting
seeds found on Surtsey, Elymus, Angelica
and Cakile.
(Sedum rosea).
Það hefði mátt ætla, að mos-
ar og skófir yrðu meðal fyrstu
landnemanna, en þeirra gætti
þó ekki.
Til þess að reyna að kornast
að því, hvaða gró eða lægri ver-
ur væru einkum á sveimi yfir
eynni, voru settar upp petrí-
skálar og var þeim komið fyr-
ir á stöngum í 50 cm hæð frá
jörðu, annars vegar á eiðinu
við lónið og hins vegar á norð-
• anverðum sandinum. Voru
skálarnar 4 á livorum stað, ein
með mygluæti, ein með venju-
legu bakteríuæti, ein með
blóðagar og ein með fjórum
glycerínbornum þekjuglerj-
um, til þess að höndla v'æntan-
leg gró. Skálarnar stóðu opnar
í 5—7 klukkutíma. í þær sett-
ist engin mygla og á sandinum
settist engin baktería á venju-
legt æti, en 11 kóloníur af
4 tegundum á blóðagar. Á eiðinu voru skálarnar undir stöð-
ugu niðurstreymi og öskufalli og á þeim voru 10 kóloníur af sömu
bakteríutegund á venjulegu bakteríuæti og 26 kóloníur fjögurra
bakteríutegunda á blóðagar.
Enda þótt rannsókn á tilkomu lífs á Surtsey hafi fyrst og fremst
almennt gildi og veiti fróðleik um hvernig og í hvaða röð lífverur