Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 44
90 NÁTTÚRUFRÆÐINGU R I N N unni fram, og þeim eigum við fyrir að þakka, að jafnvel hinir aum- ustu á meðal okkar lifa nú betra lífi og öruggara en höfðingjarn- ir nutu áður fyrr. Það eru líka hinir efandi, sem hafa leitt okkur stig af stigi frá trúnni á sköpun heimsins, eins og hinir lyrstu prest- ar lýstu henni fyrir vankunnandi lýðnum, til þekkingar okkar á stjörnuher veraldarinnar og öllu, sem hann umlykur. Það er kannski ekki jafn ánægjulegt að vita sig vera rykkorn í óendanlegum heimi, sem hendingin ein skapaði, eins og að telja sig nriðdepil alls þess, sem lifir og hrærist. Og sumum finnst ef til vill hin forna skýring hetri en sú vissa, að maðurinn sé aðeins lítill hlekkur í langri keðju þróunar, sem tekið hefur óratíma og lýkur eftir eilífð. Enn síður finnst öðrum þægilegt að heyra vísindin telja það staðreynd, að þróun hins dauða efnis og lifandi fylgi fögmálum hendingarinnar, og að engin hafi nokkru sinni vitað, að ein lítil grein á þróunar- stofni lífsins á jörðunni myndi taka sér þá mynd, sem við köllum mann. Hvað um það, það er betra að vita en trúa, og jörðin snýst og allt snýst og ég snýst eins og jörðin, eins og þar segir. Það er getgáta þeirra, sem treysta má, að viti bezt, að í upphafi hafi verið aflið, og aflið lá í neindunum. Enginn mun nokkru sinni vita, hvaðan þær komu eða hvernig þær urðu til eða hvers vegna, en þær flutu um í ómælisgeimnum með órarúm á milli sín. Þegar þær höfðu ílotið svo frá örófi alda í eilífðartíma, gerðist það eitt sinn, að nokkrar neindir rákust á og mynduðu frumeindir, og fyrr en varði hafði efnið orðið til, hin fyrsta einfalda frumeind lofttegundarinnar vetnis eða vatnsefnis. Þetta var upphafið að þró- un efnisins, því að frekari sameining frumeinda og rafeinda hélt áfram í óratíma unz til höfðu orðið þau 92 stöðugu frumefni, sem allur heimurinn er gerður úr. Þetta var hægfara þróun, og enn myndar loftegundin vetni 76 hundraðshluta af öllu efni í heimin- um. Lofttegundin helíum, sem er gerð úr tveim samrunnum vetnis- eindum, er 23 hundraðshlutar alls efnis, en öll hin 90 efnin, loft- kennd, föst og fljótandi, eru ekki nema einn hundraðshluti alls efnis, sem heimurinn hefur yfir að ráða. Það eru þó síðasttöldu efn- in, sem mestu hafa ráðið um þróun vetrarbrauta og stjarna, berg- tegunda og lífsins sjálfs. Hin hægfara sameining frumeindanna skapaði heiminn, sem er samsafn óendanlega margra vetrarbrauta, er byggja óendanlega vitt rúm. Hver einstök vetrarbraut er gerð úr ótal sólum og sólkerfum,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.