Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 45

Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 45
NÁTT Ú RU FRÆÐIN G U RJ N N 91 sem oft eru samsett úr mörgum reikistjörnum með tunglum, líkt og það sólkerfi, sem við teijum vort. Flestar þær stjörnur, sem við sjáum á kvöldin, tilheyra okkar vetrarbraut, en hún er aðeins lítill dropi í hafi hinnar miklu vetrarbrautar vetrarbrautanna, hinu ótak- markaða stjörnuhafi hins óendanlega geints. Enginn veit, hvernig vetrarbrautirnar urðu til og enn síður hvenær þetta varð, þótt sumir telji það hafa orðið fyrir 20.000.000.000 árum; eilífð er engu síðri ágizkun. En þróun vetrarbrautanna hófst, þegar hin fyrsta frumeind varð til úr neindum og rafeindum ómælisgeimsins. Allar stjörnur heimsins eru gerðar úr hinum 92 dauðu fruni- efnunt, en þau eru sjaldan til í lueinu ástandi, heldur hafa þau oftast runnið saman og myndað efnasambönd, og eins eru flestar bergtegundir gerðar af kristöllum nokkurra efna og efnasambanda. í loftinu, sem við öndum að okkur og frá, eru bæði hrein efni, eins og súrelni og köfnunarefni, og efnasambönd, eins og kolsýra og vatnsgufa, og algengasta efnasamband, sent er allsstaðar kringum okkur í lofti jalnt sem á láði og í legí, er vatn. Þróun efnisins var lengi vel bundin við lofttegundir og föst efni. Sameining þeirra og sundrung gera Iiita sólarinnar, og jörðin okk- ar varð ef til vill til við sameiningu heitra lofttegunda og fastra elna, sem kólnuðu hægt og kristölluðust í hraun og kletta. Enginn veit, livenær okkar sólkerfi varð til, og allar svokallaðar aldurs- ákvarðanir jarðarinnar sjálfrar eru ágizkanir einberar, þótt við segj- umst byggja þær á vísindalegum rannsóknum, af því að það eina, sem við getum skoðað í slíkum tilgangi, eru bergtegundirnar, sem á yfirborðinu eru. Þótt sennilegt sé talið sem stendur, að jörðin sé 5—6000 milljón ára gömul, getur hún alveg eins verið miklu eldri eða eittlivað yngri. Þróun efnanna liafði nær staðnað, þegar jörðin varð til, og hún fór hægt, meðan jarðskorpan storknaði og k(')lnaði. En strax og gufan gat orðið að vatni, hraðaði þróunin á sér að nýju, af því að vatn hefur þann eiginleika, að geta leyst upp ýmis önnur efni, og uppleyst efni sameinast mun auðveldlegar en föst. Það var í vatninu, sem þróun efnisins á jörðunni komst á æðra stig, og það var líka í vatninu, sem þróun lífsins náði sér á strik. Það er eflaust engin tilviljun, að flest þau efni, sem algengust eru í alheiminum, eru líka algengustu efnin í öllu lifandi, en það eru vatnsefni, kolefni, súrefni og köfnunarefni. Úr þessum efnum

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.