Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 46
92
NÁT T Ú R U F R/l'.f) I N G U RI N N
eru þær sameindir, sein mynda l jöleindir hinna lífrænu efna. Efna-
fræðingar telja, að gufuhvolfið hafi í upphafi verið gert úr stækju
(ammóníak), kolvetninu metan, vatnsgufu og vatnsefni. Og fyrir
áratug tókst ameríska efnafræðingnum Miller fyrstum manna að
búa til nokkrar amínósýrur úr blöndu þessara efna með því að
láta rafstraum skjótast gegnum blönduna æ ofan í æ í heila viku,
en amínósýrurnar eru grundvöllur lífsins. Seinna hafa fleiri amínó-
sýrur verið búnar til úr blöndu lofttegunda með raflosti, útfjólu-
bláum geislum og liita, og eins hefur tekizt að búa til einföld kol-
vetni á svipaðan hátt. Þessar sameindir og aðrar, sem síðar urðu
til, mynduðust því sennilega í loftinu, en svo leystust þær upp í
vatninu, þar sem þær hristust saman og þróuðust i æ flóknari
sambönd eða fjöleindir lífrænna el'na. Flestar þessar fjöleindir
virðast hafa orðið til úr samböndum kolefnis og súrefnis eða kol-
efnis og köfnunarefnis um leið og vatnssameind losnaði úr læðingi.
Það er flókið mál, sem við skulum ekki fara frekar út í að sinni,
þótt rannsóknir á þróun hinna lífrænu efnasambanda sé saga, sem
gaman væri að reyna að segja í allri sinni lengd.
í sambandi við það, senr sagt var um gufuhvolfið, má ef til vill
gera lítinn útúrdúr. Þegar rætt er um möguleika á líli á öðrum
hnöttum, hafa stjörnufræðingar og aðrir nefnt sem eina nauðsvn
þess, að lifandi verur geti lifað þar, að þar verði að vera gufuhvolf
með súrefni. Þetta er ekki rétt. Lifandi verur höfðu verið á jörð-
unni í hundruð milljónir ára áður en laust súrefni varð til í gufu-
hvollinu og áður en öndun leysti venjulega gerjun af hólmi, og
j)að voru í raun og veru jurtirnar, sem losuðu súrefni andrúmslofts-
ins og gerðu um leið kleifa þróun dýra, sem þurfa á lausu súrefni
að halda til öndunar. En áður en þetta varð, var loft gufuhvolfsins
baneitrað verum, sem við myndum kalla dýr, og eins þeim grænu
jurtum, sem prýða jörðina á okkar dögum.
Þróun Iiinna lífrænu fjöleinda var einn liður í þróun efnisins,
en hún myndaði líka grundvöllinn að þróun lífsins. Ekkert líf get-
ur orðið til án hinna lífrænu efna, en þau eru samt ekki lifandi.
Það er álit sérlræðinga, að þróun jressata flóknu elnasambanda hafi
tekið langan tíma, ef til viil meira en 2000 milljónir ára. En áður
en þeirri þróunarkeðju lauk, hafði hið frumstæðásta líf orðið til.
Allt líf er samsett af eggjahvítuefnum. Þau eru flókin efnasam-