Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 47

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 47
NÁTTÚRU FRÆÐINGU RI N N 98 bönd eða langar keðjur al' 20—22 tegundum sameinda eða öllu held- ur fjöleinda, sem við köllum amínósýrur. Sum eggjahvítuefni eru gerð af mörg hundruð keðjum af amínósýrum, og í hverri keðju á hver hlekkur sinn ákveðna stað, sem ekki má breyta. Það má í rauninni líkja amínósýrum við stafróf með 20 bókstöfum og að auki tveirn, sem eru álíka Jítið notaðir og q og w í íslenzku, og þær eru réttnefndar stafróf lífsins. Eggjahvítuefnin eru þá líkt og löng setning í skrifuðu máli, eða kvæði eða jafnvel saga. Hver og einn getur gert sér í hugarlund, lne óendanlega rnargar tegundir eggja- hvítuefna er hægt að setja sanran úr amínósýrunum tuttugu, alveg eins og engin takmörk eru fyrir því, hve mörg orð og setningar og bækur allra tungumála má skrifa með einu stafrófi. Stafróf lífsins er ekki nóg til að skapa lífið, alveg eins og óskipu- lagt stafrófið í kassa prentaranna gerir enga bók. Það eru hin svo- nefndu kon,1) eða þær örsmáu agnir, sem bera erfðir rnilli ættlið- anna, sem ákveða gerð eggjahvítuefnanna og raða amínósýrunum svo niður, að þær verða lifandi. Konin eru gerð af löngum keðj- um sameinda úr svokölluðum kirnisýrum, aðallega deoxýríbónúk- leinsýrum, sem við skulum kalla DNA til styttingar og hægðar- auka. Þessar kirnisýrur eru gerðar úr fjórum tegundum af kirni- samböndum, sem mynda langar keðjur. Hver hlekkur í slíkri keðju er eins konar stofn með fjórurn hliðargreinum eða lútum. Þessir lútar í DNA sameindinni eru efnin adenín, gúanín, cýtosín og thýmín, sem oftast eru nefnd sem stafirnir A. G, C og T. Það er röð og samspil þessara lúta, sem ákveður gerð og samsetningu eggja- hvítuefnanna, svo að í rauninni má kalla þá stuðla erfðanna eða lykla þess dulmáls, sem ákveður hvað skrifa skal með stafrófi lífs- ins, amínósýrunum tuttugu. Það er röð stuðlanna, sem ákveður allt, sem erfist frá ættlið til ættliðar, og hún ákveður líka framtíð ættarinnar og ókomin örlög tegundarinnar sjálfrar. Það er líka DNA, sem þróun og allar breytingar lífsins byggjast á, af því að jafnvel smábreytingar á röð stuðlanna í einum hlekk geta valdið jrví, að nýr flokkur einstaklinga fái betri aðstæður í lífsbaráttunni en aðrir, en slíkar breytingar geta líka orðið til þess, að tegundin deyi út og hverfi. 1) Öðru nafni gen. (Ritstj).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.