Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 34
76 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
1111111111111111111111111111111111II1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111II111111111111 ] 111111111II1111111111111111111111II1111
mjög' stórt, 3—4 sinnum stærra en síldarhreistur, og gott til ald-
ursákvarðana, ef um unga fiska er að ræða. Þess má geta hér að
gamni, að hreistrið hefur verið notað til skrauts í öðrum lönd-
um, haft í brjóstnálar og þess háttar. — Kvarnirnar reyndust
yfirleitt góðar til aldursákvarðana, og eftir þeim hefi eg rann-
sakað aldur á 415 fiskum, nefnilega 338 frá svæði 1, 27 frá svæði
2 og 50 frá svæði 4. Gulllaxinn verður auðsjáanlega nokkuð gam-
all, því að eg hefi með fullri vissu fundið 24 vetra gamla fiska,
en það var líka það elzta, sem eg gat ákveðið með vissu. Á hinn
bóginn voru yngstu fiskarnir (úr Jökuldjúpinu) aðeins 2 vetra,
en á mörgum var ekki hægt að rannsaka aldurinn með vissu,
vegna þess hve þeir voru gamlir og vetrarhringirnir ógreinilegir.
Stærðarmunur var lítill á hængum og hrygnum, þó virtust hrygn-
urnar heldur stærri, en vanalega var munurinn aðeins brot úr
cm, ef hann var þá nokkur. Hér. fer á eftir meðalstærð á gulllaxi
eftir aldri frá svæði 1 og 4.