Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 83 iiiiiiiiiiiimimiimimmimiiimmimmiiiiiiiiiiimiimiiiiiimiiiiiimmiiiiiiiiimiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimimiiiiiiiiiiii sést sólin bera í nýjar og nýjar stjörnur. — Það er nú einkenni- legt við göngu tunglsins, að það heldur sig alltaf innan dýrahrings- ins, sitt hvoru megin við ekliptika, og getur mest vikið um 5° eða 10 þvermál sín frá henni. Hálfan mánuð er tunglið norðan sól- brautar, en hinn helming mánaðarins fyrir sunnan. Hendi það, að tunglið beri nákvæmlega í sólina, verður sólmyrkvi, og getur það aðeins orðið við nýtt tungl, en sé tunglið gagnstætt sólinni á himninum, verður tunglmyrkvi, og verður hann eingöngu við fullt tungl. Ef tunglið gengi eftir sólbrautinni, er það bersýnilegt, að við hvert nýtt tungl, er það gengur milli sólar og jarðar, yrði sól- myrkvi og tunglmyrkvi við öll full tungl. í raun og veru koma myrkvar aðeins á tveim tímum ársins með um hálfs árs millibili. Þetta kemur til af því, að aðeins á þessum tímum er nýja eða fulla tunglið á sólbrautinni. Á þessu ári verða myrkvarnir t. d. 8. júní, 18. nóv. og 2.—3. des. Heildarútkoman verður sú, að glundroði kemst á myrkvana og mætti ætla, að ekki væri auðvelt að finna neina reglu í komu þeirra. En hin svonefnda Saros-regla, sem Babýloníumenn höfðu þegar fundið 500 árum f. Kr., segir nú, að sérhverjum myrkva fylgi annar að liðnum 18 árum og 11 dögum. Vér sjáum, að þessi regla muni gefa til kynna sérstaka eiginleika tunglbrautarinnar. Nokkru nær skýringunni komumst vér með því að athuga myrkvana nokkru nánar. Árið 1935 bar myrkvana upp á þessa daga: 5. jan., 19. jan., 3. febr., 30. júní, 16. júlí, 30. júlí og 25. des., eða nokkru seinna á árinu í bæði skiptin en í ár. Vér gætum nú flett upp í fleiri gömlum almanökum og mundi þá koma í ljós, að myrkvarnir lenda í sömu mánuðunum á 9 ára fresti, — en það er helmingurinn af Saros-tímabilinu — og færast ann- ars reglulega yfir alla mánuði ársins. Bráðabirgðaskýringu á þessu einkennilega fyrirbrigði, eða réttara sagt annað orðalag, má finna með athugun á braut tunglsins, því að vér mundum sjá, að skurð- punktar hennar og sólbrautarinnar færast eftir öllum dýrahringn- um á 18—19 árum. Séu skurðpunktarnir á einhverjum tíma í fiskamerki og meyjarmerki, sem eru andspænis hvort öðru, þá þarf sólin að vera í öðruhvoru þessara merkja til þess að fund- um hennar og tunglsins geti borið saman, eða með öðrum orðum, að myrkvar geti átt sér stað. Þeir yrðu þá þetta ár um jafndægr- in vor og haust. Færist nú skurðpunktarnir inn í önnur merki, hljóta myrkvatímarnir að færast að sama skapi. Með þessu er sagan vitanlega ekki nema hálfsögð, því að eftir er að skýra flutn- ing skurðpunktanna. Er það svo flókið mál, að út í það verður 6*

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.