Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 26

Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 26
102 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN i ii 111; 11111111111111111111111111111111111111111111111 i 111111111111111111111111111111 ii 1111111111111 ii 11111111111111111111: ii 111111111111111 ii 111111111111111111 landsvala. Hún sást hér þennan dag víða um eyjuna, svo eg gæti trúað, að það hafi verið fleiri en ein á ferðinni í það sinn. Eg sá hana og athugaði nákvæmlega í góðum sjónauka. Dagana þar á eftir sáust landsvölur á sífelldu flugi, skjótast á milli húsa eða þær flugu lágt yfir göturnar. Hér í austur- hluta eyjunnar sáust að sögn 5—6 í hóp einn daginn. Þann 14. heyrði eg getið um tvær, sem sézt höfðu í kálgörðunum. 18) Kríur. Þann 13. maí sögðu sjómenn mér, að þeir hefðu hitt kríuhóp milli lands og eyja. Fylgdu þær bátnum þar, sem hann var á dragnótaveiðum, og tíndu í sig slógið innan úr kol- anum. Daginn eftir, þ. 14. maí, sást ein kría hér á túnunum. 19) Langvíur. Allan veturinn, mun hafa komið inn á höfn- ina og upp að í Janúar—febrúar. 20) Hvítmáfar. Allan veturinn hér, innan um aðra máfa. 21) Svartbakar sömuleiðis. 22) Lómar. Þeir koma hér fyrri hluta vetrar. Hafa stundum verið skotnir hér. 23) Lundi. Hann settist upp þann 23. apríl, en hefir sézt í vet- ur einn og einn og eftir austan ofsaveður í desember fund- ust tveir hér og var annar þeirra lifandi. Nokkuru seinna fann eg tvö hræ inni í Botni. 24) Maríuerla. Hún kom hér dagana 27.—28. apríl. 25) Músarrindill. Hann hefir verið hér í allan vetur, víða um eyjuna. 26) Súla. Allan veturinn. 27) Stari. Sá 4 saman í fjörunni þ. 11. febrúar og í marzmán- uði hélt sig einn við hænsnabú sjúkrahússins. Hann hvarf héðan þ. 23. marz. Hann sat oft á mæninum á líkhúsinu og söng. 28) Rita er hér allan veturinn. 29) Sandlóa kom hér í stórhópum þann 4. apríl, í blíðviðri, en þokusúld. 30) Sendlingar hafa verið hér í allan vetur. Einnig komu þeir sem farfuglar með sandlóunni þann 4. apríl, en sendling- arnir, sem verið höfðu hér í stórhópum í fjörunum í allan vetur, hurfu héðan þessa sömu daga (4. apríl), svo að segja algerlega. 31) Silfurmáfur. Eg merkti einn þann 29. janúar ’37. 32) Sæsvölur eru hér á sumrum, en hvenær þær koma hefi eg ekki getað athugað, þar eð þær eru mest í úteyjum (og í

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.