Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 95 iimmmiiiiiimmmiiimiiiiiiiiimiimiimimiiimiimimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiii, anleg-a má ekki gleyma því, að fleiri tegundir en þessar sjaldgæfu „eyja“plöntur hafa getað lifað af jökultímann. En þær hafa haft minnstan dreifingarhæfileika, eða verið kjarabundnari en hinar 1. mynd. Hin áætluðu íslausu svæði, „eyjarn- ar“ í Skandinavíu. (Eftir Nordhagen). fjallajurtirnar, sem nú finnast að kalla má hvarvetna um Skan- dinavíu, og því hafa þær haldizt á „eyjunum“ sem minjar um löngu horfna flóru hinna auðu svæða. Það er því orðin skoðun alls þorra þeirra norrænna grasafræðinga, er nokkuð hafa feng- izt við þessi fræði, að nær allur háfjallagróður landanna hafi lif- að yfir ísöldina, enda þótt þeir ekki neiti því, að einhver innflutn- ingur, einkum úr suðri, hafi einnig átt sér stað. Rannsókn f jallaflórunnar í Alpafjöllum og háfjöllum Ameríku hefir einnig gefið svipaðar niðurstöður. En þó er eitt atriði, sem mjög einkennir flóruna á hinum einangruðu svæðum þar, og það eru hinar einlendu tegundir. En einlendar kalla eg þær tegundir, sem einungis eru fundnar í einu landi og oftast á mjög takmörk- uðu svæði. Eru þær taldar hafa skapazt þar, og ekki náð að breið- ast þaðan út. Margar hinna einlendu plantna suður í Alpafjöllum hafa skapazt þar á auðum svæðum seint á tertiertíma, en aðrar í byrjun kvartærtímans, eða enn seinna. En hvernig er þessu hátt- að á Norðurlöndum? Finnast slíkir einlendingar þar? Ef allar fyrrnefndar tilgátur um auð svæði þar á jökultímanum eru rétt- ar, þá er ekkert líklegra en að þar ættu að finnast einlendar teg- undir, og þær meira að segja sínar fyrir hvora „eyjuna“, sem fyrr getur. Þetta vantar heldur ekki. Hinar nýrri rannsóknir hafa leitt í ljós allmarga einlendinga á þessum svæðum. Mörgum þeirra er svo háttað, að þeir eiga nánustu frændur sína suður í Alpafjöll- um, en á svæðinu, sem á milli liggur, finnast engir nánir skyld-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.