Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 10
86 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
aiimimiiimimiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiii
svaraSi f jarlægðinni, ef tilgáta Newtons var rétt. Nú er tunglið
sífellt að falla til jarðarinnar — annars mundi það fara á beinni
braut út í geiminn. Það þurfti því eigi annað en að reikna út þetta
fall tunglsins til þess að skera úr um það, hvort Newton hafði á
réttu að standa eða ei. Reyndist tilgátan rétt. Mátti þá gera ráð
fyrir, að sama aflið réði göngu plánetanna um sólina. Newton
gat sýnt fram á, að þá hlutu pláneturnar að ganga á sporbaug-
um eins og Kepler hafði fundið um 80 árum áður, en ekki getað
skýrt frekar. Það má sanna það með reikningi, að braut eins kúlu-
laga hnattar um annan verði sporbaugur, ef ekki trufla aðrir
hnettir. Er þess þá að vænta, að tunglbrautin sé sporbaugur?
Bersýnilega ekki. í fyrsta lagi er jörðin ekki hnöttótt, he'ldur
nokkuð flöt til pólanna og afmynduð af blóðbylgjunni, og í öðru
lagi togar sólin með miklu afli í tunglið. Afleiðingin verður sú,
að tunglbrautin er harla óregluleg og að reikna hana út hefir til
þessa dags verið eitt hið allra erfiðasta viðfangsefni stjörnu-
fræðinga. Til þessara reikninga eru notaðar sérstakar umfangs-
miklar töflur. Þær gilda þó aðeins með fyllstu nákvæmni tak-
markaðan tíma, vegna þess hve erfitt er að taka tillit til alls þess
við reikning taflanna, sem hefir áhrif á tunglið. Seinustu töfl-
urnar gaf út Ameríkumaðurinn Brown 1920, og eru þær árang-
urinn af 30 ára starfi. Með slíkum töflum má reikna út myrkva
bæði fram og aftur í tímann, og hafa löngu verið reiknaðir út
allir þeir myrkvar, sem getið er um í ritum fornþjóðanna, og
bornir saman við frásagnirnar. Hafa á þennan hátt verið ákveð-
in nákvæmlega mörg þýðingarmikil ártöl í sögu hinna gömlu
menningarþjóða.
Þegar myrkvar eru reiknaðir fyrirfram, hafa menn rekið sig
á það, að þrátt fyrir náltvæmni tungltaflnanna byrja myrkvarnir
nokkrum sekúndum fyrr eða seinna en reikningurinn sýndi. Or-
sökin til þessa er sú, að jörðin eða nákvæmar sagt jarðskurnið
snýst nokkuð rykkjótt um sjálft sig, en til þess er ekki hægt að
taka tillit í reikningnum; lítur út fyrir að jarðskurnið renni eitt-
hvað til á kjarnanum.
Snúningi tunglsins um jörðina má líkja við stífudans. Þegar
tveir misþungir dansa, verður það aðallega sá léttari, sem hreif-
ist; jörðin er miklu þyngri en tunglið, henni verður því lítið fyrir
að sveifla því í kringum sig, en þó haggast hún lítilsháttar við
það — og það mælanlega. Mælingin sýnir, að hún er 81 sinni
þyngri en tunglið. Eftir því sem jörðin er efnismeiri, þeim mun