Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 107 iiiimiiiimiiiimiiiiimimmuiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiimiiiiiimiiiiiimiimimiiimiuiiiiiiimiiiiimiiiiiimiiiiiii um-blöndur á hinn margvíslegasta hátt, og enginn getur séð fram úr því nú, að hve miklum notum það kann að koma manninum framvegis. Á. F. Hvernig dýrin drepa. I „Naturen“ er þess getið (1937, bls. 63), að hauk hafi borið að garði Gjölga-skóla í Stjörna, Suður-Þrændalögum í Noregi, þar sem starrar höfðu komið sér fyrir í „starra-kassa“, sem gerð- ur hafði verið handa þeim við skólann, eins og títt er víða erlend- is. Það skipti engum togum, að haukurinn hremmdi einn af störr- unum, flaug með hann út í læk, sem þar var í nánd, og hélt hon- um niðri í, þangað til fólk kom þangað og skakkaði leikinn. Hauk- urinn slapp þá bráð sinni og flaug til skógar, en starrinn komst lífs af — í það sinn. Á. F. Silungamerldngar í Póllandi. Pólski vísindamaðurinn Zarnecki merkti 196 silunga árið 1933 og 1798 árið 1934 í ánni Wisloka, sem rennur í Vistula. Merking- arnar voru gerðar langt frá sjó, en eigi er mér kunnugt, um hvaða tegund silungs hefir verið að ræða. Því miður endurveiddust að- eins fáir af hinum merktu silungum, eða 3 frá fyrri merkingunni, en 47 frá þeirri síðari. Það kom þó í ljós, að silungarnir voru að meðaltali röska 173 daga (173,3) á leiðinni til sjávar, og höfðu jafnaðarlega farið 5,8 km. á sólarhring. Merkasti árangur til- raunanna var þó það, að þegar silungarnir komu í sjóinn, fylgdu þeir rennsli árinnar langa leið burt frá ósnum, en þannig hagar til, að vatnið úr ánni tekur stefnu hér um bil meðfram strönd- inni, en ekki til hafs. Eigi verður úr því skorið af hvaða ástæð- um fiskarnir hafa fylgt straumnum. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.