Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 32
108 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
íiiiiiiiimiiimmiiiiimmimimmiimiiiiimmmimiiimmiiimiiiiiiiiiiiiiii m m iiiii ii 11111111 iii]imi iiiiimiiiiiiiiiiiii iii miiiint
Hver vann verkið?
Steindepillinn (Oenanthe o. schöleri) er einn af smáfuglum
þeim, er tíðast verpa hér heim við bæi í húsaveggjum og öðrum
fylgsnum, er mannshöndin hefir búið til. Það er bæði fallegur og
skemmtilegur gestur, en því miður virðist mér hann eigi eins
margur nú og áður, hvað sem nú veldur því. Er honum oft veitt
minni eftirtekt en skyldi — eins og raunar flestum fuglum •—,
því að margt er í fari hans — og annarra fugla — óskráð og lítil
eða engin vitneskja um, sem er þó þess vert að því sé haldið á
lofti. Bendir atvik það, er hér verður frá sagt, sterklega í þá átt.
Vor eitt sem oftar átti steindepill hreiður í heytóft á bænum
Víðirhóli í Fjallahreppi í Norður-Þingeyjarsýslu. Var tóftin djúp
og með bröttum veggjum. Steindepillinn ungaði nú út eggjunum
þarna í tóftinni, og kom ungunum upp. Unglingur einn á heimil-
inu, Ingibjörn Guðnason, fylgdist vel með í öllu þessu uppeldis-
starfi fuglsins og frá honum og bróður hans, Skarphéðni, hefi eg
fengið frásögnina um hið einkennilega fyrirbrigði, er nú verð-
ur lýst.
Einn morgun, er Ingibjörn kom í tóftina, flugu allir ungar,
er hann sá, upp úr henni. Hann leit inn í hreiðrið, af gömlum
vana meir en því, að hann ætti von á að sjá eitthvað þar. Sér hann
þá, að í hreiðrinu kúrir einn unginn mjög dapurlegur útlits. Með
mestu varfærni tók hann fuglinn og athugaði hann, og komst þá
að raun um, að hann var fótbrotinn á öðrum fæti um legginn,
svo að endar leggpípunnar stóðu út úr skinninu. Datt honum nú
fyrst í hug, að velgerningur væri að deyða fuglinn, en þegar til
kom, hafði hann eigi hörku í sér til þess. Það varð og niðurstað-
an um annað heimilisfólk á Víðirhóli, enginn treystist til að leggja
hendur á þennan vesaling í því skyni að svifta hann lífi; og á
hinn bóginn sáu menn engin tök á að hjúkra honum að neinu
leyti, nema reynt var að færa honum fæðu þá um daginn, sem
hann þó gerði lítil eða engin skil.
Næsta morgun, er Ingibjörn vitjaði um fuglinn, er hann kyrr
í hreiðrinu. En nú hafði á þessum sólarhring gerzt það undar-
lega atvik, að umvaf er komið um brotið, gert af hári, ull og fín-
um jurtatægjum, svo aðdáanlega haganlegt, að langt tók fram
því, er hann hafði séð eða gert sér hugmynd um. Náði umvafið