Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 89 ....................III MlllIIIIIIIIIIIIIItl.................IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIII jörðinni er um 3, eins og áður er getið. Eftir þessu ættu þá að vera alveg hinar sömu bergtegundir á tunglinu eins og á jörðinni. Vatn er ekkert á tunglinu og andrúmsloft vantar þar sömuleið- is; þetta sést meðal annars á því, að skýjamyndanir eru þar ó- þekktar, og svo einkanlega, er stjörnur hverfa bak við tunglrönd- ina, því að gufuhvolf myndi þá bæði brjóta ljósið frá störnunni og smádeyfa það, en hvorugt gerist. Máninn er því með öllu óbyggilegur og líf í nokkurri mynd, sem vér þekkjum, er þar óhugsanlegt. En einnig í annari merkingu er þar ríki dauðans: engir lækir grafa sundur fjallahlíðarnar, ekkert brim molar nið- ur strendurnar og engir stormar feykja sandinum. Löndin eru óbreytt árþúsundum saman. En eigi er víst, að þannig hafi það ætíð verið; fyrir milljónum ára hefir tunglið líklega haft gufu- hvolf eins og jörðin nú, og þá hefir þar átt sér stað veðrun og vatnsgröftur og svipur landsins tekið örum stakkaskiptum. En svo eyddist gufuhvolfið brátt vegna þess, hvað tunglið hefir lítið aðdráttarafl. I hringfjöllunum sjást engin merki eftir vatn eða veðrun og hefir gufuhvolfið þess vegna verið horfið áður en þau mynduðust. Eitt af 1 er þó að minnsta kosti að verki á tunglinu og það er hitasprenging af völdum sólarinnar. Hálfan mánuð sam- fleytt hellir sólin geislum sínum yfir hvern blett; aldrei ský á lofti né móða til þess að deyfa sólskinið. Næsta hálfan mánuð er svo stjörnubjört nótt og geta slíkar nætur orðið býsna kaldar, jafnvel þó að andrúmsloft skýldi fyrir kuldanum utan úr geymn- um. Hitasveiflurnar hljóta því að vera ákaflega sterkar, enda hefir mönnum tekizt að mæla það, að hitinn fellur úr 125 ° C. of- an í 80 stiga frost. Það er skoðun stjörnufræðinga, að jörðin og tunglið hafi í fyrndinni verið einn hnöttur, en tunglið síðan ldofnað frá og voru þá báðir hnettirnir í fjótandi ástandi. Flóðbylgjurnar, sem í fyrstu voru geisilega háar, hröktu tunglið síðan smám saman fjær og fjær og um leið hægði á snúning beggja, unz svo er nú komið, að snúningshraði tunglsins er orðinn jafn umferðartíma þess um jörðina. Má sýna fram á það með reikningi, að þessi þróun held- ur áfram, unz sólarhringurinn er orðinn jafn snúnings- og um- ferðartíma tunglsins, sem þá er orðinn 47 dagar. Þessi breyting er reyndar svo hægfara, að hennar hefir ekki orðið vart á sein- ustu 3—4000 árum, og mun þess langt að bíða, að menn taki eftir breytingunni. Trausti Einarsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.