Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 97
ciiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiimmiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiimiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiii
rannsakaði hana mjög gaumgæfilega á árunum 1920—30. Komst
hann að raun um við þessar rannsóknir, að það, sem fyrr hafði
verið talin ein tegund, voru í raun og veru fjórar tegundir, þ. e.
aðaltegundinni mátti skipta í fjórar undirtegundir eða afbrigði.
Það furðulega við tegundir þessar og útbreiðslu þeirra er, að þær
eru að mestu aðskildar landfræðilega, en skipa sér um hinar tvær
fyrrnefndu „eyjar“. Á syðri „eyjunni“ eru aðeins tvær 'tegundir,
en báðar aðskildar, en hinar báðar í nyrðri „eynni‘ ‘eða í nágrenni
hennar, og þar vantar suðrænni tegundirnar algerlega. Þessa teg-
undafjölbreytni og útbreiðsluhátt þeirra á svo litlu svæði telur
Nordhagen að naumast verði skýrt öðruvísi en að hér sé um að
ræða plöntur, sem hafi einangrazt á ísöldinni og lifað á auðum
svæðum í grennd við núverandi fundarstaði.
Þá má einnig geta þess, hversu sameiginlegur er gróður í Norð-
urheimskautslöndunum og hálöndum Skandinavíuskagans, enda
þótt langt sé á milli. Hefir prófessor Lynge, sem fyrr er getið, rit-
að um þetta mál. Það má segja að næstum allar þær tegundir,
sem finnast í hæstu fjöllum í Noregi og Svíþjóð, séu einnig til í
Grænlandi og fleiri heimskautslöndum. Einkum er þetta samræmi
áberandi, þegar litið er á ýmsar fylkingar gróplantna, og hafa
skófir einkum verið rannsakaðar í því efni. Þá hafa jurtaleifar
í jörðu sýnt, að fyrir ísöld var gróðurfar mjög skylt í þessum
löndum, er að Norðuríshafi liggja. Um þetta atriði segir prófess-
or Lynge: „Þetta samræmi er of mikið til þess, að hending ein
geti ráðið. Það sýnir í fyrsta lagi mikið samræmi lífskjara í há-
fjöllunum norsku og í heimskautalöndunum. En það sýnir meira,
að eg hygg. Það er auðvelt að skilja þetta samræmi, ef einmitt
þessar jurtategundir eru leifar (relikter) af sameiginlegri flóru,
er verið hafi í löndum þessum fyrir ísöld (eða á milli ísalda). Aft-
ur á móti mundi þetta úrval tegunda á þessum svæðum vera næst-
um óskiljanlegt, ef allar þessar tegundir, bæði hinar eiginlegu
heimskautaplöntur og hinar norrænu háfjallajurtir, hefðu flutzt
inn einhversstaðar langt að, og hvers vegna er þá ekki í háfjöll-
um Noregs meira af tegundum þeim, sem lifa í Alpafjöllunum,
en vantar í heimskautalöndunum?"
I þessari undanfarandi grein hefi eg einkum stuðzt við fyrir-
lestur, er prófessor Rolf Nordhagen flutti á náttúrufræðingaþing-
inu í Helsingfors síðastliðið sumar og prentaður er í tíðindum
þingsins, og ritgerð eftir prófessor B. Lynge, sem prentuð er fyr-
7