Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 36
112 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN imiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiimimiiiiiiiiimmiiimmiiiimiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiit tölu, engin íslenzk nöfn eru til, hvorki á flokknum sem heild né á tegundunum. Ritið er hið prýðilegasta, en því fylgir þó sá galli, að höfundinum hefir láðst að afla sér upplýsinga um þau gögn, sem tii eru á náttúrugripasafninu í Rvík, og því er það ekki alveg full- komið. Þessi tvö rit, sem nú voru nefnd, er fyrsta byrjunin að „Zoology of Iceland", sem danskir og íslenzkir dýrafræðingar gefa út. Hér á að safna saman öllu því, sem menn vita nú um íslenzk dýr, á landi, í vötnum og í sjó, útbreiðslu þeirra og tegundaf jölda. í fyrsta lagi verða raktar allar þær heimildir, sem til eru um þetta efni, á öllum málum, í öðru lagi verður unnið úr öllum þeim gögnum, sem til eru á söfnum, og skal þar fyrst telja náttúrugripasafnið hér, og dýrasafnið í Kaupmannahöfn, en auk þess söfn í Aberdeen, Am- sterdam, Berlín, Gautaborg, Hamborg, Oxford, París, Stokkhólmi, Stuttgart og Tring, en aulc þess verður unnið úr gögnum frá leið- angrum Dönu o. s. frv. Ritið munu skrifa margir vísindamenn í ýmsum löndum, og tek- ur hver sína sérgrein til meðferðar. Útgáfustjórnin er skipuð þremur Dönum og þremur íslendingum, þeim: Próf. Ad. S. Jen- sen, Próf. R. Spárck og Dr. Á. Ved. Táning, Dr. Bjarna Sæmunds- syni, Pálma Hannessyni, rektor, og Árna Friðrikssyni. Ritstjórar eru Mag. scient. S. L. Tuxen og Árni Friðriksson. Ritið verður í fimm bindum, sem koma út í heftum. Næsta heftis bíður fjöldinn allur af ritgjörðum og bókum, sem „Náttúrufræðingurinn" vildi gjarna benda lesendum sín- um á, en ekki er hægt hér vegna rúmleysis. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.