Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 105 imiiimiimimiiiiiimimimiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimimimimmmmiiiiiiiiiiiimiimiimmiiimmiiiiiiiimiiiiiiii „hamaskiptum", og er bæði láðs- og lagar-dýr. — Þetta eru frosk- arnir. Á frumstigi aldurs síns eru froskarnir lagar-dýr, anda með tálknum og hafa langan hala, sem þeir synda með. Svo þegar fylling tímans er komin, þá breyta þeir mynd og eðli, fá fætur, stökkva á land upp og anda þá með lungum. Sé skjaldkirtillinn numinn úr frosklirfu á lagarstiginu, þá hefir hún ekki hamskipti. Sé henni svo síðan gefið inn Thyroxin, eða aðeins gefinn skjaldkirtill að eta, þá nær hún aftur réttu eðli og hefir sín eðlilegu hamskipti. Þá hefir einnig tekizt að flýta hamskiptum frosklirfunnar með Thyroxin-inngjöfum. Hefir þannig tekizt að láta lirfurnar taka hamskiptum fyrr en þær höfðu aldur og þroska til eftir réttu eðli. Hafa af því orðið svolitlir froskangar. Með Thyroxin-inngjöfum hefir einnig tekizt að breyta sala- möndrum, sem eru aðeins lagardýr og anda með tálknum, í landdýr, er anda með lungum. Litskipti dýra og Thyroxin. Sumir fuglar, t. d. rjúpan, spörvar og ýmsir kanarífuglar, fella fjaðrirnar eftir nokkra daga sé þeim gefið Thyroxin. Brátt vaxa þó fjaðrir á ný, en eru þá oftast hvítar. •— Á þennan hátt er hægt að fá hvíta kanarífugla. Þetta fyrirbrigði hefir verið sett í samband við árstíðar-lit- skipti ýmsra dýra og fugla í hinum norðlægu löndum. Vetrardvali og Thyroxin. Ýms dýr, svo sem íkornar, broddgeltir, leðurblökur, refir (sumir) og fleiri dýrategundir leggjast í dvala eða dá á vetr- um, blóðhitinn lækkar, hjartslátturinn og andardrátturinn hæg- ist og dregur mjög úr allri lífsstarfsemi. — Innrásarkirtlarnir, einkum skjaldkirtillinn, stjórnar þessum breytingum lífsstarf- seminnar og tempra hana á dvalatímanum. Sé Thyroxin sprautað í dýrin á dvalastiginu, vex blóðhitinn og þau vakna af dvalanum. Vetrarlega landbjörnsins í hýði er ekki þess háttar dvali sem hér ræðir um; hann heldur nokkurn veginn fullum blóðhita í hýðislegunni. H. St.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.