Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 109 4IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII dálítið út fyrir brotið beggja vegna við það, en að gildleik var leggurinn með umvafinu ca. 1 cm. í þvermál, þar sem það var mest. Unginn dvaldi nú þarna í hreiðrinu í nokkra daga, og ólu foreldrarnir önn fyrir honum. Vitjaði Ingibjörn hans daglega og sá þess glöggan mun, hvernig hann hresstist því meir sem tím- inn leið. En aldrei þorði hann að hreyfa við fætinum í því skyni að vita hvort hann greri. Þó þykist hann fyrir sitt leyti þess full- viss, að mikil framför hafi átt sér stað þennan tíma. Eftir ca. vikudvöl eða 9—10 daga hvarf unginn til hinna systkina sinna, og síðan veit enginn neitt meira um hann. Báðir áðurnefndir bræður eru gætnir og áreiðanlegir menn. Og báðir telja þeir að enginn vafi geti leikið á því, að hér hafi mannshöndin eigi verið að verki, því að enginn af heimilinu hafi gert þetta, og um aðra gat eigi verið að ræða í því sambandi. Auk þess var verkið svo snilldarlega gert, að þeir telja að mannshönd- in hafi eigi getað unnið slíkt. Og er þá nokkur önnur skýring fyrir hendi en sú, að foreldrarnir — annaðhvort eða bæði — hafi verið hér að verki? Maður á bágt með að trúa því, en á hinn bóg- inn verður maður að hafa það hugfast, að ýmsir smáfuglar eru frábærir snillingar í því að vefa hreiður úr allskonar hárum og jurtatægjum. Og þá tilgátu, að einmitt þeir hafi framkvæmt þessa læknisaðgerð, styður sú staðreynd, að allt efni í umvafinu var hið sama og steindepillinn notar til hreiðurgerðar. Lóni, 29. júní 1936. Björn Guðmundsson. Ritfregnir. Vísindafélag íslendinga: Greinar I, 2. Rvík 1937. Auk ritanna, sem Vísindafélag Islendinga gefur út, og skýrsln- anna, um meðlimi félagsins, störf þess og hag, gefur það einnig út greinar, safn af smærri ritgerðum, sem eigi nemur að prent- ast í sérstöku riti. Fyrsta hefti greina þessara kom út 1935, og var þess getið í Náttúrufræðingnum (V. árg., bls. 92—93). — I hefti því, sem nú er komið, eru átta greinar, nefnilega þessar: 1. Þorkell Þorkelsson: Serial Relations of Functions. Höf- undurinn, sem, eins og kunnugt er, er forstjóri Veðurstofunnar, er einn af allra afkastamestu vísindamönnum þessa lands, og rit-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.