Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 18
94 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiimimiiiiiiiiiimmmiimiiimmimimiiimiiiimmiimimimmiiiiiimiiiiiimimmmmmiimimiimiMiiiimiiiiiiiiiiimiiii
að í jarðfundnum jurtaleifum í Mið- og Suður-Svíþjóð fundust
nær engar leifar fjalljurta, heldur virtist skógargróðurinn með
sínum núverandi einkennum hafa numið þar land jafnskjótt og
ísaldarjökullinn bráðnaði. í Noregi aftur á móti fundust leifar
fjalljurta alla leið frá ströndinni og upp í hálendið. Voru leifar
þessar í leirlögum frá síðari hluta ísaldar. Þetta gerði það enn
ólíklegra en áður var talið, að þessar tegundir væru komnar sunn-
an úr löndum, án þess að hafa látið eftir sig nokkrar minjar í
sunnanverðri Skandinavíu. Á árunum 1912—13 gerast svo þau
tíðindi, að jarðfræðingur einn, Vogt að nafni, leiðir rök að því,
að eyjar tvær, Veðurey og Röst, yzt í Lófót, hafi verið íslausar á
síðasta ísaldarvetrinum. Með þessu var skapaður grundvöllur
þeim möguleika, að harðgerðar plöntur hefðu getað lifað á auð-
um svæðum yfir jökultímann. Aukin þekking á gróðurfari heim-
skautalandanna, sem enn eru að heita má á ísaldarstigi, studdi
þessar kenningar. Þar, t. d. á Grænlandi, eru víða inni í jöklun-
um auðir tindar, svokallaðir „nunartakkar“, og á sumum þeirra
hefir fundizt nokkur jurtagróður. Og allvíða í löndum þessum
finnast furðu frjósamir og gróðursælir blettir í sólhlýjum hlíð-
um og fuglabjörgum úti við strendurnar, enda þótt meginjökull
landanna sé þar í örskotshelgi. Þannig skýrir norski grasafræð-
ingurinn Lynge prófessor frá því, að hann hafi í fuglabjargi á
Novaja Semlja fundið á örlitlu svæði 200 tegundir skófna og 70
tegundir blómjurta, og hafi þó jökullinn verið mjög í námunda
við staðinn. Það liggur ekki fjarri að ætla, að slíkir blettir hafi
einnig getað fundizt suður í Skandinavíu á jökultímanum. Um
þessar sömu mundir, 1913, bendir Svíinn Th. C. E. Fries á, að
margar hinar sjaldgæfustu fjallajurtir Skandinavíu finnast að-
eins á tveimur svæðum, þar sem kalla má, að þær þyrpist saman.
Annað þessara svæða er sunnarlega í landi, í Jötunheimum, og
nær norður í Dofrafjöll, en hitt nær norður frá heimskautabaug
og langt norður eftir Finnmörku (1. mynd). Meðal þessara sjald-
gæfu fjallajurta, er finnast á „eyjum“ þessum, eru margar af
vestrænum uppruna, og finnast þær næstum eingöngu á nyrðri
„eyjunni“. Þegar svo er íhuguð útbreiðsla tegundanna nú, og hún
borin saman við jarðfundnar leifar, hafa menn talið fullvíst, að
á vesturströnd Noregs hafi verið tvö auð svæði á hinum síðasta
ísaldarvetri, þar sem harðgerðar heimskautajurtir gátu lifað.
Síðar, þegar hlýnaði í ári, þokuðust þær frá ströndinni og upp í
fjöllin, þar sem þær lifa nú á hinum fyrrnefndu „eyjum“. En vit-