Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 101 imiimiiiiimiiimiiiiitiiiiiiiiiimiimiiiiimimmiiimiiiiimiiiiuiimmiiiiimimiiiiiiiiiiiiimiimmmmr'iiimiiiiiiiiimiiiiiiip Fuglar séðir í Vestmannaeyjum veturinn 1937. (Úr bréfi frá Þorst. Einarssyni, kennara á Hóli í Vestm.eyjum.) 1) Auðnutittlingar. Sá þrjá af þeim í skrúðgarði Ól. Ó. Lárussonar, læknis, þann 31. janúar. 2) Álftir hafa sézt hér við og við í allan vetur. Aðallega úti í svo nefndri Klauf. 3) Álka kom inn á höfn og upp að bryggjum í janúar. Þann 25. marz gekk eg með Ofanleitishamri og sá þá stórar breiður af eintómri álku og eins í berginu. 4) B1 e s ö n cl. Merkti eina þann 29. janúar. 5) Fálki hefir sézt hér við og við í allan vetur, í janúar og febrúar daglega, þegar smáfuglarnir voru hér flestir. 6) Fiskiendur. Veit til þess, að þær hafa verið skotnar hér, en ekki hvaða tegund. 7) R j úp ur komu hér við og við í desember — í norðanátt. 8) Fýll var hér allan veturinn, en fjölgaði mjög með vorinu. 9) Gæsir sáust hér í stórhópum þann 23. apríl. 10) Hegrar sáust við og við í allan vetur og stundum um lang- an tíma, t. d. þann 18. marz. 11) Gráþrestir munu hafa komið hér í desember, eftir aust- an ofsa-veður. Hér voru oftast aðeins einn eða tveir hjá hús- unum, en í kálgörðunum fyrir vestan bæinn voru þeir ávallt flestir. Eg taldi þá nokkurum sinnum þar í görðunum og töldust mér þeir 21 í hvert sinn. Þeir hurfu um þann 4. apríl. 12) Haftyrðill sást um miðjan veturinn; fannst rekinn í jan. 13) Hávella. Heyrði sagt, að hún hefði verið hér við eyjarn- ar í febrúar. 14) Lóa. Heyrði fyrst til hennar þann 6. apríl, en þ. 8. sá eg hana í stórhópum og þ. 25. sá eg þann stærsta lóuhóp, sem eg hefi nokkurn tíma séð. 15) Hrafn. Hann er hér allan veturinn. Ber minna á honum nú um varptímann. Aðeins einn og einn sést hér á stangli. 16) Kjóar sáust hér um miðjan veturinn, en eg hefi ekki séð þá enn hér í vor. l?) Landsvölur. Eftir austan í'ok sást hér þ. 18. apríl ein

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.